GEGNSÆI STEINGRÍMS.

Nú hefur komið upp úr dúrnum starfslokagreiðsla fjármálaráðuneytisins til handa meðferðarheimili á Austurlandi.  Er forsagan sú að barnaverndarstofa mælti með uppsögn ríkisins varðandi þetta samstarf og ástæðan sögð vera kynferðisleg misbeiting sem viðgekkst á áðurnefndu meðferðarheimili.  Ömurlegt hve víðtækt þetta vandamál er orðið og ankannalegt að þurfi að koma til fjárútláta ríkisins þegar svona er í pottinn búið.  Viðbrögð fjármálaráðherra bæta svo ekki úr skák en harmur hans yfir leka þessarar fréttar til fjölmiðla er í ósamræmi við fyrri yfirlýsingar um gegnsæi stjórnsýslunnar, að allt skuli upp á borðum.   Fjórflokkurinn virðist samrassa orðinn í þessu sem öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gegnsætt kjördæmapot ------- eða þannig.!!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 09:50

2 identicon

Er ekki þetta meðferðarheimili í Reykjadal, það verður nú seint talið til Austurlands..

Ægir Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 13:02

3 identicon

Reyndar rétt hjá Ægi, norðausturland, rétt skal vera rétt.

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 14:27

4 Smámynd: Dexter Morgan

"Samrassa" ! Gott og gagnsætt orð hjá þér Lýður og lýsandi fyrir það að; "það er enginn munur á kúk og skít".

Dexter Morgan, 23.11.2010 kl. 17:30

5 identicon

OK sleppum nákvæmir staðsetningu á meðferðaheimilinu í Aðaldal. En það sem skiftir máli, að það er í kjördæmi foringjans. --- Það eiga frambjóðendur til Stjórnlagaþings að vita.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 17:31

6 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður heldur spillingardrullumallið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Jón Magnússon, 23.11.2010 kl. 23:47

7 identicon

Spillingin er á fleygiferð samanber Stímfrétt kvöldsins í Kastljósinu.  Hörmung þessi linkind allra ríkisstjórna.   LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband