24.11.2010 | 02:25
KVÓTAKERFI Á ÚTSTÍMI.
Innköllun aflaheimilda hefur oft borið á góma. Handhafar þeirra rísa þá jafnan á afturfæturna og segja ekki hægt að taka af mönnum það sem þeir hafa keypt. Þessa rök verða æ hlálegri og umfjöllun kastljóssins á málum útgerðarmanna í Bolungarvík mjög afhjúpandi. Hvernig menn komast upp með svona loddaraskap er í raun stórmerkilegt. Taka lán eftir lán á kennitölu eftir kennitölu, hrista svo búkinn og útkoman milljarða afskriftir. Og þetta er ekkert einsdæmi, nýlega fékk útgerðarrisi á Hornafirði sömu meðgjöf. Og svo eru menn hissa að þjóðin vilji uppstokkun. Margra ára áróður um hagkvæmni kvótakerfisins hefur sýnt sig að vera bull nema litið sé til þrönghagsmuna. Þar er hagkvæmnin augljós, gríðarleg og auðskilið að menn vilji halda slíkri gullgæs. Fyrri ríkisstjórnir ákváðu að taka stöðu með sérhagsmunum, þessi lofaði öðru og tími til kominn að hún fari að sýna á sér klærnar.
LÁ
Athugasemdir
Dæmin um Stím frá Bolungarvík og Þinganes frá Hornafirði er ofar skilningi venjulegs fólks. Raunar stjarnfræðileg endaleysa. ---- Þeir sem komast upp með þvílíka ósvífni, og af nægju er að taka þessu líkt, ---- þeir kjósa EKKi til stjórnlagaþings. --- Bera fyrir sig kostnaðinn. -----Eiga sína prívat stjórnarskrá, -- sem er flokkurinn.
Kosningarnar til stjórnlagaþings n.k. laugardag er einsdæmi. --- okkur ber að kjósa, og vanda valið. --- Ég hef komist að niðurstöðu.
Kýs Lýð Árnason í efsta sæti ----#3876
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 10:55
Doddi Koddi. Mikið rétt, þessar tilfærzlur útgerðarrisanna gegnsýra margt og marga, verst er dugleysi stjórnvalda.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.