KJÖRDÆMASKIPUN TIL TRAFALA?

Flestir frambjóðendur til stjórnlagaþings vilja sjá landið sem eitt kjördæmi.  Einn maður, eitt atkvæði.  Sem landsbyggðarmaður þangað til nýlega þykist ég vita að margir eru tortryggnir gagnvart þessu.   Það sem sumir kalla kjördæmapot er oft það eina sem af disknum fellur til landsbyggðarinnar og skiljanlega vill fólk ekki missa þann spón úr aski þó lítilfjörlegur sé.   En hefur fólk hugsað dæmið lengra? 

Dreifbýli á allsstaðar undir högg að sækja, sumt má skrifa á samfélagsþróun en langt í frá allt.  Landsbyggðinni hefur ekki tekist að skarta sínum blómum og má sumpart skrifa það á fyrrnefnt kjördæmapot.   Samgangur þingmanna og atvinnulífs er oft afar náinn úti á landi og eins og þjóðin ætti að vita er slíkt ekki alltaf til góðs.  Augljós útkoma þessarar nándar er ótrúleg fylgni sumra landsbyggðarþingmanna með málstað sem beinlínis er byggðafjandsamlegur.  Gera allt til að halda atvinnuréttinum frá sínu eigin fólki og byrja strax á því í sveitastjórnum enda framinn enginn öðruvísi.    Þessa myllu þarf að stífla.  Ein möguleg leið er að gera landið að einu kjördæmi.   

Sjálfum finnst mér það vel athugandi jafnhliða persónukjöri, aukinni heimastjórn og síðast en ekki sízt:  Afnámi kvótaframsalsins.   Allar byggðir með tryggan atvinnurétt, þéttar og strjálar, þurfa enga kjördæmapotara, þeim nægir sitt eigið fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bendi á nokkur afbrigði af kjördæmaskipan, sem ég hef bent á í bloggi mínu á mbl.is, eyjan.is og dv. is og geta tryggt jafnt vægi atkvæða en líka sætt sjónarmið varðandi hagsmuni einstakra landshluta.

Þetta getur verið blönduð leið sem farin er í nokkrum löndum, svo sem í Þýskalandi. 

Ómar Ragnarsson, 25.11.2010 kl. 19:18

2 identicon

Kíki á þetta, Ómar, þakka ábendinguna.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 01:12

3 identicon

Jú, Ómar, tillaga eitt og þrjú þykja mér athyglisverðar og gætu verið ágætis málamiðlun.  Tel víst að kjördæmaskipanin komi til kasta stjórnlagaþings og þá sem krafa um jafnt vægi atkvæða og landið eitt kjördæmi.

lydurarnason (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband