26.11.2010 | 02:47
SAMKVÆMT MINNI TRÚ.
Nú er kosningabarátta til stjórnlagaþings á lokasprettinum. Vona kosningaþátttaka verði góð sem og að sem flestir frambjóðendur komist í þann þrönga hóp sem verður valinn. Minni á mínar helztu skoðanir og áherzluatriði.
1. Aðgreina löggjafarvald (alþingi), framkvæmdavald (ráðherra) og dómsvald (dómara).
2. Forsetavald. Varðveita málskotsréttinn. Tvö kjörtímabil hámark.
3. Persónukjör þvert á flokka, þingseta takmarkist við tvö kjörtímabil.
4. Þjóðaratkvæðagreiðslur verði bindandi og tiltekið hlutfall kjósenda geti knúið þær fram.
5. Auðlindir verði óvéfengjanlega og ævarandi í eign þjóðarinnar.
Hef auðvitað skoðanir á ýmsu öðru í stjórnarskránni en ofangreind atriði vega þyngst í mínum huga og mikilvægust til að auka lýðréttindi og velmegun þegnanna.
Lýður Árnason, frambjóðandi nr. 3876 til stjórnlagaþings.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.