27.11.2010 | 01:03
STRÍÐIÐ UM KVÓTANN MUN FARA FRAM Á STJÓRNLAGAÞINGI.
Stjórnlagaþing verður stríð um kvótann. Sjálfstæðismenn fengu í dag sína upphefð í pósti og ganga bísperrtir fram. Stærsta og fjölmennasta útgerðarfélag LÍÚ. Póstlistinn inniber nöfn þeirra kandidata sem áætlað er að minnstu muni raska, standa vörð um stjórnarskrána og þá um leið óbreytt samfélag. Hvatinn til stjórnlagaþings er einmitt sá að hér þarf að breyta. Og ekki sízt fyrirkomulagi auðlinda, nýtingu þeirra í takt við umhverfi og þjóðarhag. Fyrirstaða þeirra breytinga er flokksræðið sem hér hefur verið við lýði. Það er grundvallaratriði sem breyta þarf í stjórnarskrá. Og til þess að svo megi verða þarf að rjúfa alræðisvald flokkanna á framboðslistum sínum. Sem einnig krefst grundvallarbreytingar á stjórnarskrá. Það þýðir ekkert moð í þessu, við verðum sem þjóð að horfast í augu við þá staðreynd að ráðamönnum er ekki alltaf treystandi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lýst frati á stjórnlagaþingið og vill nú með póstlista sínum koma í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á þjóðfélagsmyndinni. Kannski skiljanlega því sjálfstæðisflokkurinn og þrönghagsmunavarzla hans á þar ekki heima. Hvet þjóðina til andsvara gegn ráðabruggi þessu og sjálfur mun ég ekki láta mitt eftir liggja í stríðinu við kvótann, hvorki á stjórnlagaþingi eða utan þess. Þetta stríð verður og skal vinnast.
LÁ
Athugasemdir
Þá hefur línan verið lögð. ----- Sjálfstæðisflokkurinn er komin í framboð til stjórnarskráþings. ---- Hreint ótrúlegt.!!!
Við Flateyringar óskum þér góðs gengis í dag #3876.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 01:52
Þakka þér, Doddi minn Koddi, gott að fá sjávarelítuna með í púkkið og gera upp málin.
Kveðja, LÁ
Lýður Árnason, 27.11.2010 kl. 01:55
Lýður, mitt atkvæði er þitt á morgun.
Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 02:14
Þakka þér Björn Birgisson, vona sem flestir kvótabanar nái kjöri svo við getum gengið í þetta þjóðþrifamál.
Kveðja, LÁ
Lýður Árnason, 27.11.2010 kl. 02:16
og engin af þeim hafi selt kvóta
haukur kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 03:29
Kvóti er ekki og á ekki að vera eign útgerðar, heldur heimild til að sækja og gera sér mat úr.
Að einstaklingar og fyrirtæki geti selt eign þjóðarinnar sem þeir, þau hafa að láni, það bara gengur ekki upp.
Segi líkt sem Björn. Lýður þú færð mitt atkvæði í dag.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2010 kl. 08:29
Búinn að kjósa þig.
Sigurður I B Guðmundsson, 27.11.2010 kl. 10:41
Megi þér ganga sem best, þú ert ofarlega á mínum lista. ég hef fyllt hann út með fólki sem ég treysti, og frumskilyrðið er að þar er enginn pólitíkus eða þekkt andlit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2010 kl. 12:19
Þakka ykkur öllum, vonum stjórnlagaþingið muni gagnast þjóðinni hverjir sem það skipa. Kær kosningakveðja, Lýður Árnason.
lydurarnason (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 15:13
Vona að þú komist að
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.