NÚMER 3876 ÞAKKAR FYRIR SIG.

Fyrsta persónukjöri á Íslandi er lokið.  Kosningaþátttakan vonbrigði.  Fyrir vikið er umboð þingmanna stjórnlagaþings veikara.  Stjórnlagaþing mun þó fara fram og mótaðar verða tillögur að nýrri stjórnarskrá.   Í ljósi kjörsóknar tel ég brýnt að stjórnlagaþing leggi útkomu sína fyrir þjóðina.  Sú þjóðaratkvæðgreiðsla mun endanlega staðfesta mikilvægi eða lítilvægi stjórnlagaþings í huga þjóðarinnar.   Þá fyrst sjáum við hvað fólkið í landinu vill og lætur sig málin varða.  Í bili þakka ég mínum kjósendum stuðninginn og óska stjórnlagaþingi velfarnaðar í störfum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað á maður að segja?

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér ærlega framkomu Líður Árnason, og gott mál.  En stjórnlaga þingið hlýtur að verða blásið af þar sem 60% þjóðarinnar hefur hafnað því.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2010 kl. 14:23

3 identicon

Félagi, Grímur...  Náðum næstum saman í gærog nú svo komið að við getum næstum snerst yfir gjánna.  Enda prósentan á uppleið.

Hrólfur Hraundal....  Þessi kjörsókn á ekki endilega að koma á óvart og óvarlegt að ætla öllum heimasitjandi að vera á móti framtakinu.  En vissulega dregur þetta úr krafti þingsins.  Held þó að áhugi sé meiri á niðurstöðu þingsins en mönnun þess og þjóðaratkvæðagreiðsla um ákvæði nýrrar stjórnarskrár verði betur sótt.  Klárum því ferlið og spyrjum að leikslokum.  Enn og aftur þakka ég þér stuðninginn.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Hrólfur !  Far þú rétt með staðreyndir , fólk er ekki að hafna stjórnlagaþinginu , heldur treystir almenningur Þjóðarleikhússleikurunum til allra "góðra" verka , nú sem endranær , þ.e. að þeir felli allt sem af viti kemur frá stjórnlagaþinginu , því sé til einskis að halda þetta þing . Ég kaus að vísu , og þar á meðal þig Lýður , en ég efast stórlega um að leikararnir muni ekki láta til sín taka í fáránleikanum , nú sem endranær .

Hörður B Hjartarson, 28.11.2010 kl. 22:30

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

En og aftur þakka ég þér gott mál Líður.  Niðurstaðan kemur mér samt ekkert verulega á óvart, reiknaði þó með 49 til 52% þátttöku.  Eftir að hafa talað við vitra menn af ýmsum landshornum sem ætluðu ekki að kjósa þá fór ég að efast um dómgreind mína, en ákvað að halda mínu striki og lenti í þrjátíu og kjánaskapar hlutfalli í þessu máli.

Reynið þið því ekki að halda því fram að ógreidd atkvæði séu ógild í þessu máli, og hvaða staðreyndir fer ég rangt með Hr. Hörður B. Hjartarsson.   

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2010 kl. 23:42

6 identicon

Strákar, slíðrum sverðin.  Kosningaþátttakan er vonbrigði og hugsanlega má að einhverju rekja hana til þeirrar staðreyndar að alþingi er óbundið af útkomu stjórnlagaþings.  Sem vitanlega er mikill ókostur við ferlið.  En þeir sem heima sátu ákváðu að láta hinum eftir kosninganiðurstöðuna og hún stendur þó veik sé.  Nú er bara að einhenda sér í verkið og vona að það fólk sem kosið verður til stjórnlagaþings reynist samhent og þenkjandi.  Þakka þér svo fyrir, Hörður, að hafa kosið Lýðinn.

lydurarnason (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 00:12

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek þig á orðinu Líður enda alin upp af móðurminni henni Veru. 

Ég hef slíðrað og lagt upp á fjósbitann sverðið mitt enda hentar mér hamar mun betur.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2010 kl. 00:50

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Hrólfur !  Þú segir "60% þjóðarinnar hafnaði stjórnlagaþinginu" , það er alrangt , lang stærsti hluti þess fólks sem kaus ekki , telur sig vita það , að það sem kemur frá stjórnlagaþinginu , hversu gott og gilt fólkið sé sem þar er , þá verði það allt fellt er það kemur fyrir leikarana í Þjóðarleikhúsinu , það er sú reynsla sem hinn almenni íslendingur hefur að segja af Þjóðarleikhússleikurunum .

Hörður B Hjartarson, 29.11.2010 kl. 13:31

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Lýður ! Ég móttek þakklætið og kem því einnig til konunnar .

  Hrólfur ! Hafi þér fundist ég vera orðhvass , þá var það ekki meiningin , mér hitnaði bara í hamsi við að hugsa til hinns "Háæruverðuga" alþingis .

Hörður B Hjartarson, 29.11.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband