SPYRJUM AÐ LEIKSLOKUM.

Miklar vangaveltur eru uppi um lélega kjörsókn vegna stjórnlagaþings.   Að vanda fella menn saman túlkun og eigin skoðanir.   Að mínum dómi er ósanngjarnt að bera þetta saman við þing- og sveitastjórnarkosningar, þar er kosningabaráttan miklu sýnilegri, kostirnir mun færri og niðurstöðunni gerð skil samkvölda með spennu og drama.  Ekkert af þessu á við stjórnlagaþingið.  Hér er um afmarkað mál að ræða, urmull frambjóðenda, lítil sem engin kynning og í ofanálag er niðurstaða stjórnlagaþings ekki bindandi fyrir alþingi.  Þetta síðastnefnda tel ég þyngst á metunum en samhliða undirstrikar það hve vanmáttugur almenningur er gagnvart alþingi.   Samtrygging alþingismanna og sjálfdæmi eigin mála er algjört.  Þetta undirstrikar nauðsynlega aðkomu almennings að stjórnarskránni og þó þessi stjórnlagaþingstilraun nú sé langt í frá ógölluð ber ég þá von í brjósti að hún muni sprengja þá varnarmúra sem umlykja ráðamenn.  Spyrjum að leikslokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Lýður, núna skömmu áður en niðurstöður verða birtar leyfi ég mér að vona að rödd okkar sem viljum að auðlindirnar verði í almannaeign og óframseljanlegar fái að heyrast á stjórnlagaþinginu.

Sigurður Þórðarson, 29.11.2010 kl. 12:02

2 identicon

Svo sannarlega, SÞ, tel það enda líklegt og kannski birta í dræmri kjörsókn varðandi þetta. Kemur í ljós innan áður en dagur er liðinn.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband