30.11.2010 | 02:53
HÖGGSTAÐIR RÁÐAMANNA.
Að gefa á sér höggstað virðist íslenzkum stjórnmálamönnum í blóð borið. Nenni varla að minnast á ráðherra hrunstjórnarinnar og tek frekar nýleg dæmi. Fjármálaráðherra er í vandræðum með meðferðarheimili á norðausturlandi vegna vafasamrar starfslokagreiðslu sem hann samþykkti. Ummæli félagsmálaráðherra vegna sama máls í þá veru að þrýstingur þingmanna hafi engu ráðið um ákvörðun sína varðandi þetta sama meðferðarheimili eru ótrúverðug. Sérlega þegar hann í næsta orði segir að svona þrýstingur geri það að verkum að hann vilji sjá landið sem eitt kjördæmi. Heilbrigðisráðherra geysist fram með sparnaðartillögur sem hann dregur svo til baka að hálfum hlut, kannski einhverskonar taktík til að ná fram einhverjum sparnaði en í augum almennings lítur þetta út eins og ráðherrrann viti lítið um eigið sýsl. Sjávarútvegsráðherra sem hefur þó lumað á nokkrum hnífsstungum skemmir nú orðspor sitt með klaufalegri ráðningu sonar í embætti. Eflaust má týna til fleira en svona upptalning sýnir að mikil þörf er á aðgreiningu þingmennsku og ráðherradóms. Vona það verði sett í nýja stjórnarskrá þannig að sjálfhygli ráðherra og afglöp hverskonar beri þá út af borðum, fljótt og vel.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.