1.12.2010 | 01:24
AÐ ÚRSLITUM LOKNUM.
Kjör fulltrúa á stjórnlagaþing liggur nú fyrir. Þó sjálfur uni ég hlut mínum vel má nokkuð læra af þessu fyrsta alvöru persónukjöri þjóðarinnar. Fjöldi farmbjóðenda var slíkur að atkvæði ofar fyrsta sæti höfðu ekkert vægi og eflaust ekki allir áttað sig á þessu. Komi til fleiri persónukjara væri líkast betra að æskja fleirri meðmælenda með hverjum frambjóðenda til að hamla offramboði. Enda gerði það kynninguna ansi erfiða. Sjálfur vil ég þakka öllum sem kusu mig í hvaða sæti sem er og meðframbjóðendum öllum friðsama kosningabaráttu og málefnalega. Vona svo þingið sjálft standi undir væntingum, það kemur í ljós.
Lýður Árnason, nýbakaður þingmaður stjórnlagaþings.
Athugasemdir
Þú ert annar af tveim sem voru á mínum lista sem komst inn. Nú er bara að standa sig
Axel Þór Kolbeinsson, 1.12.2010 kl. 10:38
Innilega til hamingju með kjörið Lýður.
Ég veit að þú stendur fyrir þínu, en það verður við ramman reip að draga grunar mig, því að ekki líst mér alls kostar á marga þá sem náðu þarna inn. Það ber merki um að það hafi verið smalað ákveðnum aðilum þarna inn til þess að vinna að því að auðvelda fullveldisafs ákvæði Stjórnarskrárinnar og við vitum í hvaða eina tilgangi það yrði gert. En Þing og þjóð eiga að sjálfsögðu að hafa síðasta orðið.
Gunnlaugur I., 1.12.2010 kl. 11:30
Já, Axel og Gunnlaugur, við ramman reip er að draga í sumum málum en fyrirfram geri ég mér vonir um vitræna útkomu fyrir land og þjóð. Varðandi fullveldið vil ég hafa það í hávegum í stjórnarskrá en verði vilji þjóðarinnar á annan veg síðar huga að breytingum þá, ekki fyrr.
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:18
Til hamingju með kjörið Lýður, ég treysti því að þú skilir góðu starfi.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2010 kl. 19:19
Ef þrír fulltrúar fyrir landsbyggðina og 22 fyrir Reykjavík segja þér ekki neitt Líður Árnason, þá var atkvæði mínu kastað á glæ.
Ef að 36% atkvæði að megin efni frá Reykvíkingum og reykvískum háskólamönnum duga þér til að þú teljir þig þjóðkjörinn, þá var atkvæði mínu kastað á glæ.
Ef þú telur þig hafa umboð mitt til að garfa mér og mínu fólki hér úti á landsbyggðinni nýja stjórnarskrá , okkur landsbygðar mönnum til óþurftar, og á okkar kostnað, þá ert þú sýnsjúkari en ég ætlaði.
Það eru bara tveir möguleikar með þetta kjölbrotna stjórnlaga þing, og er annar sá að fá trúð til að stjórna því þar til veltur, eða blása það af nú þegar svo það verði ekki okkur Íslendingum til ævarandi skammar.
í ljós er komið með mjög afgrandi hætti að mikil meiri hluti þjóðarinnar hefur skömm á þessari framkvæmd, að minsta kost núna og þó líklega einkum þeim sem að henni standa og verndurum þeirra.
Líður Árnason, ég legg því til að þú hugsir þinn gang.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2010 kl. 21:40
Þakka hamingjuóskirnar, Guðmundur. Og við þig Hrólfur Hraundal segi ég þetta: Deili með þér vonbrigðum um gengi utanbæjarmanna í þessum kosningum og furða mig á kjörsókninni, ekki sízt í dreifbýlinu. Samkvæmt þeim kosningareglum sem giltu um stjórnlagaþingið er ég þjóðkjörinn og skiptir engu hvort þessi 36% voru háskólamenn eða annars konar menn. Ég tel mig því hafa sama umboð og samþingmenn mínir á stjórnlagaþingi til breytinga á stjórnarskrá en ætla ekki að mín störf verði landsbyggðinni til óþurftar, þvert á móti. Skömm okkar íslendinga er ævarandi en ekki fyrir stjórnlagaþing heldur fyrir það að vera ekki löngu búin að ganga í það verk. Ósammála þér um skömm þjóðarinnar á stjórnlagaþingi, hún liggur í öðru.
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 00:57
Hrólfur: Ég vil benda þér að þó að Lýður sé yfirlýstur Hafnfirðingur, þá hefur hann um allnokkurt skeið búið og starfað úti á landi, við ágætan orðstír að mér skilst. Það er því síst við hann að sakast þó fulltrúar landsbyggðarinnar séu í minnihluta.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.