3.12.2010 | 02:25
LANGVEIK BÖRN SKORIN.
Fram kom í fréttatíma kvöldsins að hætta ætti heimahjúkrun langveikra barna. Vægast sagt hráslagaleg tíðindi og enn furðar maður sig á forgangsröðun ráðamanna. Endurtekið detta inn svona hrollvekjur og vekja ugg í lífi fólks sem nóg hefur af slíku fyrir. Að beita niðurskurðarhnífnum á heimahjúkrun langveikra barna er svo öfugsnúið að erfitt er að áætla annað en ráðherra hafi misst hnífinn óvart. Vona svo sé og mæli fremur með niðurskurði í stjórnsýslunni, þar er af nógu að taka.
LÁ
Athugasemdir
Þvílíkt innræti. ----- Þvílíkur hryllingur. ----- Eru engin takmörk sett fyrir andstyggilegu hugarfari, ----- eins og maður var vitni að í fréttatíma stöðvar tvö í gærkvöldi ???
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 03:09
manni setti óhug við lestur þessarar féttar á mbl í gær - nógu sárt er svona nokkuð fyrir, þetta er bara nokkuð sem mig langar ekki að nokkur upplifi ekki nokkurt barn ekki nokkurt foreldri ekki nokkurt systkin hvorki ömmur nér afar frændur né frænkur
svona nokkuð má bara ekki láta gerast
Jón Snæbjörnsson, 3.12.2010 kl. 08:48
Á þessu ári er áætlað að sjúkratryggingar fari 2 milljarða fram úr fjárlögum. Þó fengu þær í sinn hlut yfir 26 milljarða á fjáhagsáætlun. Megnið af þessum peningum fer til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna. Sérfræðilæknar reka sínar eigin stofur og skurðstofur þar sem engu er til sparað. Öll nýjustu tæki og tól og flottustu innréttingar og græjur. Það hefur verið reynt að draga úr kostnaði við þeirra rekstur en ekki gengið. Sá garður reynist alltaf of hár og því er ráðist á hann þar sem hann er lægstur. Tekin er af fremur ódýr þjónusta sem hefur hjálpað til að langveik börn geti verið sem mest og lengst heima hjá sér. Það endar nefnilega alltaf á því að börn, sjúklingar, barnshafandi konur og gamalmenni fá skellinn þegar skera þarf niður.
Og á meðan mulið er undir sérfræðilæknana standa fullbúnar skurðstofur á sjúkrastofnunum úti um allt land vannýttar.
Dagný, 3.12.2010 kl. 10:21
Rétt hjá þér, Dagný og einatt ber sparnaður merki þess að samskipti ráðherra séu mestmegnis bundin við efstu lög samfélagsins, svo sem samtök útgerðarmanna og lækna. Forgangsröðun sparnaðar endurspeglar þetta mjög og stéttir eins og sérfræðilæknar starfa í sjálftökuumhverfi og ákveða sjálfir kaup á eigin þjónustu. Því miður gera kjarklausir ráðherrar þeim þetta kleift.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:31
Komið hefur í ljós, sem betur fer, að fréttin var röng. Það á ekki að hætta heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna enda yrði það ekki til að lækka kostnað við hjúkrun þeirra. Þarna virðist vera um að ræða frétt sem fyrirtæki á heilbrigðissviði stofnar til í eiginhagsmunaskyni. Að mínu viti er það engum ætlandi að níðast á veikum og fötluðum börnum og skil ég ekki þá sem trúa því að óreyndu að nokkur maður geti lagt það til.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2010 kl. 17:24
Sem sagt, -------- djók ------- ???
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:41
Það er ekkert grín, Þórður Sævar, að eiga langveikt barn. En það er grafalvarlegt ef foreldrum þessara barna eru send þau röngu skilaboð að það eigi að hætta að hjúkra þeim.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2010 kl. 18:59
Þórður Sævar á sjálfur barn á öðrum stað og betri. Og það get ég fullyrt að "djókinu" var beint að fréttinni en ekki umfjöllunarefni hennar. Sem betur reyndist fréttin ´"djók" ((grín) áminni Þórð Sævar þó um að nota móðurmálið) enda eins og Benedikt segir nær óhugsandi að nokkrum dytti þessi arfavitleysa í hug, jafnvel ekki einu sinni íslenzkum ráðamönnum.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.