4.12.2010 | 02:05
HVAR ER STÓLLINN SEM Á AÐ VERA FYRIR DYRUNUM?
Skuldavandi heimilanna, forgangsatriði númer eitt í hugum margra, fékk loksins einhverskonar lendingu ríkisstjórnarinnar í gær. Margir eru orðnir langeygir eftir einhverjum lausnum enda búið að eyða ótæpilegum tíma í icesave og ESB. Góð lausn er að vísu ekki til enda erfitt að grípa prump og mála það grænt. Þó virðist vera að þeir sem "sukkuðu" mest, þ.e. tóku 100% lán hagnist mest en hinir sem létu eigin fjármuni af hendi í skjólshús sín tapi því öllu. Og yfirveðsetning ver bankastofnanir. Held að miklu meiri inngripa sé þörf þó það kosti lagasetningu. Og í þá veru að markaðsverð fasteigna og lánin haldist í hendur. Annars kokgleypa bankarnir fasteignamarkaðinn ásamt gömlu óhófsseggjunum og fólki gert að þræla ævilangt í þágu þessara aðila eða missa hús sín og leigja síðan aftur hjá hústökuliðinu. Og auðvitað með gömlu skuldina á bakinu. Held að mun dýpri skóflustungu þurfi til að klára þessi mál með endurreisn og almannaheill í huga. Ríkisstjórnin fellur enn og aftur í þann pytt að semja við hagsmunaaðila í stað þess að setja þeim stólinn fyrir dyrnar.
LÁ
Athugasemdir
-------------- GÓÐUR !!! --------------
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 11:08
Mótsögn nr. 1
Grundvöllur neyðarlaganna var og er að það hafi orðið forsendubrestur. Nú eru í uppsiglingu mikil málaferli vegna neyðarlaganna. Allt tal um "eftirgjöf" og "aðstoð" og "hjálp" við skuldara, í stað þess að taka undir málflutning HH um forsendubrest veikir stoðir neyðarlaganna og er í mótsögn við þau.
Mótsögn nr. 2
Bankarnir voru á sínum tíma harðlega gagnrýndir fyrir að veita 90% lán til húsnæðiskaupa. Menn töldu það fráleita áhættu. Nú segja menn að það sé ljómandi góð hugmynd að miða við 100% veðsetningu.
Mótsögn nr. 3
Samkomulag það sem ríkisstjórnin gerði við peningavaldið, miðaðist við það að bankar og lífeyrissjóðir lofi að innheimta ekki óinnheimtanlegar skuldir. Síðan er talað um að "kostnaður" við þetta sé um 100 milljarðar.
Þetta myndi mælast sem IQ uppá ca. 90.
marat (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 15:00
Það má ætla að um það bil helmingur af því fé, sem lífeyrissjóðamafía Samtaka atvinnulífsins segir að sé í þeim, séu raunveruleg verðmæti. Þetta fé á að gera upptækt, það er þýfi. Allt fé, sem var í bönkum og fjármálastofnunum umfram 20 þús. evrur við hrunið er sömuleiðis þýfi og á að gera upptækt og það strax. Þegar þetta er lagt saman, fer það langt með að greiða upp húsanæðisskuldir og bílalán fólks á aldrinum 25 til 45 ára. Þetta fólk, þjófarnir, sem þykjast eiga lífeyrissjóðina og Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson eru í forsvari fyrir, getur bara átt sig, enda stendur það ekki undir þjóðfélaginu.
Serafina (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:32
Mér finnst að líf okkar um þessar mundir ætti að snúast einna helst um það hvers við getum verið án.
Díógenes var uppi á 4. öld f.Kr.
Dag einn þegar Díógenes lá í sólbaði kom Alexander mikli til hans og bauðst til að verða við ósk hans og spurði hvað hann gæti gert fyrir Díógenes. Díógenes bað þá Alexander um að færa sig því hann skyggði á sólina.
Ég bið hér með Þórð Sævar afsökunar ef ég hef sært hann með ummælum mínum í gær. Það var ekki meiningin.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.12.2010 kl. 16:40
Benedikt, --- Þú ert vinur minn !!!
"Maður skyldi lifa með sér æðri mönnum eins og eldinum --- ekki of nærri svo maður brenni sig ekki og ekki of fjarri svo manni verði ekki of kalt" (Díógenes)
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.