5.12.2010 | 09:12
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR.
Stjórnlagaþing hélt fund í gær og byrjaði snemma. Spunnust upp líflegar umræður vegna eins og annars og strax ljóst að hér er ekki um hefðbundið þinglið að ræða. En að þessu loknu drifum við frúin okkur á tónleika Karlakórs Reykjavíkur enda þrábeðin af 1sta tenór. Skömmustuleg og aðeins of sein trítluðum við kirkjuendanna á milli undir ásakandi augum hinna stundvísu, m.a.s Pálínu. Settumst svo langaftast og köstuðum mæðinni undir hátíðleik, söng og orgelspili. Kyngikraftur kórsins jókst með hverju lagi og ekki leið á löngu uns konan fékk hríðar. Laumuðumst við þá út bakdyramegin með hjálp kirkjuvarðarins. En undir himnafestingunni var sem hendi væri veifað og herpingurinn hvarf. Þótti okkur kornunum óráð að koma 2svar of seint og skelltum okkur þess í stað á ljósmyndasýningu. Ekki bar á frekari fyrirvörum en vilji mæður vera aðeins fyrr á ferðinni gætu tónleikar Karlakórs Reykjavíkur verið málið.
LÁ
Athugasemdir
Hvað er eiginlega í gangi? Klukkan 09:12 skrifar þú þessa karlafærslu!?! Þess vegna sá ég þig ekki í gær - varst komínn í rúmið með flóaða mjólk og lesandi í Jóni Trausta (öllum), signandi þig með lopasokka á tám. Þetta er skelfilegt og mér líst ekkert á þessa þróun. Hafnafjörður er ekki góður staður fyrir eintak eins og þig...
Grímur fyrsti bassi (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 09:48
Hlakka til næstu helgi. Þú, Grímur Atlason, vinur minn og andlegur leiðtogi heldur upp á þín 40 ár. Ætla að mæta og taka sjénsinn á að þú verðir viðstaddur.
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.