7.12.2010 | 00:36
HLÁLEGT MÓTMÆLAPLAGG.
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Sjómannasamband Íslands og VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna mótmæla harðlega öllum hugmyndum um sölu ríkisins á aflaheimildum.
1. Stjórn fiskveiða byggir á því að þeir sem nýta fiskistofnana hafi hag af því að ganga vel um fiskimiðin. Þannig er það hagur þeirra að draga úr veiðum til að vernda og byggja upp fiskistofna þegar nauðsyn ber til. Ef ríkið ætlar að hirða aflaheimildir þegar árangur næst grefur það undan langtímasjónarmiðum um góða umgengni og skynsamlega nýtingu fiskistofna.
"Ef ríkið ætlar að hirða aflaheimildir" afhjúpar ágætlega sýn hagsmunaaðila á þessa auðlind. Kíkjum á 1. grein laga um stjórn fiskveiða.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Að mótmæla íhlutun sjávarútvegsráðherra í fiskveiðistjórnunarkerfi sem dregið hefur meira en helming úr heildarþorskafla frá stofnun þess, skilið eftir sig 500 milljarða skuld atvinnugreinarinnar ásamt því ræna sjávarbyggðirnar atvinnuréttinum ber einhverju öðru vott en þá umhyggju fyrir fiskimiðunum sem þetta mótmælaplagg vísar til.
2. Samkvæmt lögum er óheimilt að draga kostnað við kvótakaup frá aflahlut sjómanna en reynslan sýnir að í allt of mögrum tilvikum þar sem kvótaleiga á sér stað hefur ekki verið gert rétt upp við sjómenn. Það er óásættanlegt að ríkisvaldið ætli að stuðla að því að sjómenn verði hlunnfarnir.
Er furða þó hlutur sjómanna skerðist við þá okurleigu sem er viðhöfð. Vænlegra væri að miða leiguverð við nýtingu en ekki brask, skuldasöfnun og afskriftir. Þá væri kannski svigrúm að hækka hásetahlutinn og stéttin hugsanlega losna við þá múlbindingu í skoðunum sem nú ríkir.
3. Nauðsynlegt er að sjávarútvegurinn búi við traust rekstrarskilyrði. Þannig getur hann áfram gegnt mikilvægu hlutverki í þjóðarbúskapnum og skapað þeim sem hann stunda starfsöryggi. Það verður ekki gert með sölu ríkisins á aflaheimildum.
Með þessari röksemd tekur botninn úr þessu mótsagnakennda mótmælaplaggi. Í fyrsta lagi er ríkið ekki að selja aflaheimildir heldur leigja og í annan stað: Hvers vegna ætti það að vera verra fyrir rekstrarskilyrði sjávarútvegs að ríkið selji aflaheimildir fremur en þeir sjálfir?
Mótmæli þessu hlálega mótmælaplaggi, vona hagsmunaaðilar fari að hætta þessu hnoði og taka þátt í þeim breytingum á fiskveiðistjórn sem framundan eru.
LÁ
Athugasemdir
----------------- LESIST VEL OG VANDLEGA. ------------------
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 01:33
Heggur nú sá er hlýfa skildi kemur fyrst í hugan viðlestur þessara mótmæla
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 06:45
Þetta sýnir nauðsyn þess að leysa öll þessi samtök upp hið fyrsta.
Níels A. Ársælsson., 7.12.2010 kl. 07:06
Það er einfaldlega sorglegt að sjá þessi samtök sjómanna undir járnhæl LÍÚ.
Finnur Hrafn Jónsson, 7.12.2010 kl. 08:00
Kæri Lýður,
Þetta er góð greining. Þú ert farinn að tala eins og verðandi sjávarútvegsráðherra.
Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 10:51
Já, Björn... Kannski maður verði einhverntíma sjávarútvegsráðherra en fyrst er að taka púlsinn í pollinum. Píparinn kemur á laugardag þannig að væntanlega náum við slíkum fundi fyrir hátíðar. Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.