10.12.2010 | 02:21
MISTÆKIR FORYSTUMENN.
Nú liggur nýr ísbjargarsamningur á borðinu. Klárlega betri en sá fyrri og hugsanlega ásættanlegur fyrir land og þjóð. Engu að síður tel ég rangindin þau sömu og fyrr: Almenningur á ekki að borga sukk hrunverjanna heldur þeir sjálfir. Nær væri að þessir herramenn tækju milljarðamæringa vestanhafs sér til fyrirmyndar sem gefa auðæfi sín þurfandi. Þannig gætu auðkýfingarnir okkar látið þýfi sitt ganga upp í icesave fremur en nýjar fjárfestingar. Lökust er þó útkoma stjórnmálamanna sem kortlögðu dæmið rangt. Ummæli þeirra á sínum tíma má líkja við ummæli fyrrum menntamálaráðherra sem ráðlagði bandarískum hagfræðingi sem ámálgaði hrunhættuna að fara í endurhæfingu. Mikið dæmalaust höfum við íslendingar átt mistæka forystumenn í lykilmálum. Vona því tímabili sé lokið og framundan séu bjartari tímar.
LÁ
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu!!!
Skúli (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:39
Núna er það barometið Grímur Atlason, sem vekur athigli mína.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 03:00
Er þetta ekkert tengt því að við eigum Landsbanka Íslands?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.