17.12.2010 | 01:37
VINDHANA Í FÁNAHORNIÐ.
Hjáseta þriggja þingmanna annars stjórnarflokksins yfir fjárlagafrumvarpinu ærir nú marga. Sem er undarlegt því hverjum og einum þingmanni er skylt að fara eftir samvizku sinni og engu öðru. Finnist þessum þingmönnum frumvarpið ekki þess vert að hljóta samþykki eiga þeir að sýna það í verki og aðrir sætta sig þá útkomu. Bresti mig ekki minni voru upphrópanir gegn þingmönnum hrunstjórnarinnar gjarna hjarðhegðun, flokksræði og foringjahollusta. Nú hrópar sama fólkið eftir þessum eiginleikum. Þessi þjóð er torskilin eins og breytni hennar undirstrikar: Í fyrri hálfleik spilum við á móti vindi en í þeim seinni með. Mæli með að vindhani verði settur í eitt fánahornið.
LÁ
Athugasemdir
DREINGSKAPAHEIT, er lákúra í sölum Alþingis. STJORNARSKRÁIN, ------- hvað er nú það ???
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 12:11
Ég held reyndar að þjóðin sé ekkert óánægð með þremenningana Lýður. En það er margt við þetta að athuga:
Talað er um að það sé "hefð fyrir því" að sitja hjá ef maður er ósammála fjárlagafrumvarpi. Það er athyglivert að þingmenn gangi ennþá fyrir þeirri gömlu klysju - eins og ekkert hefði í skorist.
Annað er að fjöldinn allur af gæluverkefnum þingmanna fá enn sinn stað í fjárlögunum. Þetta er kjördæmasósómi sem verður að hætta.
Þriðja eru gríðarleg framlög til stjórnmálaflokka. Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkar ákveði hvað stjórnmálaflokkar eigi að fá í ríkisstyrk? Taktu nú á þessu á stjórnlagaþinginu gæskur.
Fjórða er leiksýningin - en hún er svosem eins í öllum störfum þingsins. Ég mætti á pallana þegar var verið að ræða fjárlögin og þar stóð einn maður og belgdi sig gríðarlega fyrir fullkomlega tómum þingsal. Þeim tiltekna sjálfstæðismanni var heitt í hamsi og blés út eins og hvalur af réttlætiskennd. VG maður spurði hann svo alvarlegra spurninga og var jafnheitt í hamsi - en þegar þeir mættust (offcam) þegar þeir skiptust á hlutverkum í pontu flissuðu þeir hvor að öðrum og kitluðu hvor annan. Mér varð óglatt.
Það væri svosem hægt að röfla meira - en þetta er nóg í bili.
D.
Daði Ingólfsson, 17.12.2010 kl. 15:58
Daði....
Stjórnlagaþing mun eflaust fjalla um alþingi og flokksræðið. Einmitt nýlundur um þessi atriði gætu staðið í þingmönnum þegar nýtt frumvarp nýrrar stjórnarskrár verður til umfjöllunar. En forgangsatriði fjárlaganna bera sum hver vott um innbyrðis stríð ráðuneyta. Og það er annað atriði sem stjórnlagaþing þyrfti að taka á: Ráðherraræðið.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 20:10
Mér sýnist sem að Steingrímur sé að beina umræðunni frá innihaldi og áreiðanleika fjárlaganna og að meintri illri þremenningarklíku.
Sigurjón Þórðarson, 18.12.2010 kl. 00:53
Satt er það, Sigurjón, þessi uppákoma snýr hausum frá landi.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 02:19
nú er ég sammála þér 3876. Þremenningarnir í VG eru þau einu sem ættu ekki að segja sig úr flokknum!!
Falur (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.