23.12.2010 | 05:27
STEINGRÍMUR Á FJÖLLUM.
Þó sjálfstæðisflokkurinn sé ósjálfstæður, óstjórntækur og óskitinn fellur frá honum eitt og annað nýtilegt. Nefni fyrirframsköttun lífeyris. Ótrúlegt að besefar vinstursins skuli ekki grípa þessa gæs. Miklir fjármunir myndu renna í ríkiskassann á viðsjárverðum tímum, fólkið í landinu síður finna til niðurskurðarins og stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa minna fé til sólundunar. Að Steingrímur skuli ekki nýta þennan möguleika er mér hulin ráðgáta og vel skil ég óánægju flokkssystkina hans.
LÁ
Athugasemdir
Lilja Mósesdóttir sagði í Návíginu hjá Þórhalli að þetta væri ekki gert vegna þess að hugmyndin hefði komið frá sjálfstæðismönnum. Ég trúi því alveg, enda ekki í fyrsta skipti sem góð mál hafa verið drepin niður í pólitískum hráskinnaleik.
Þórir Kjartansson, 23.12.2010 kl. 08:51
Sæll Lýður.
Ég þekki vel til þess viðbótarlífeyrissparnaðarkerfis og hvernig það virkar.
Ég skil heldur engan veginn hvers vegna þurrausinn ríkiskassinn nýti sér ekki þennan möguleika. Þarna væru á ferðinni milljarðar á ári sem rynnu sem hreinar tekjur til ríkisins. En eins og þú segir lífeyrissjóðirnir og þýski tryggingarrisinn ALLIANZ hefðu minna til að braska með.
Þetta er með öllu óskiljanlegt.
Gunnlaugur I., 23.12.2010 kl. 09:06
Ég er .ér sammála.....Gleðileg Jól.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.12.2010 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.