OPNUNARATRIÐI NÝJA TÓNLISTARHÚSSINS.

Þorsteinn Guðmundsson grínari og hin alræmda veztfirska hrunsveit, Grjóthrun (í Hólshreppi) reyndu að gera garðinn frægan í gamla slippsalnum (Nema Forum) í kvöld.  Rennt var blint í sjóinn og efuðust menn um ágæti sitt lengi vel.  Þar kom þó að salurinn fylltist og talið var í.   Þorsteinn hóf leik og gantaðist að landanum, sérstökum saksóknara, veðri, gluggaveðri, ást og ástarlykt.   Trymbill Hjálmanna gerði gott stöff stórgott og elti óhefðbundinn gítarleik Þorsteins með sóma.   Féll ljósakróna úr lofti í lokalófsklappinu en engin urðu slys á fólki.  Kom svo í hlut Grjóthrunsliða að kæla salinn fyrir heimferð og það gert með flámælgi og drundrímum.   Gamli kvisturinn úr Eik, Pétur Hjaltested, hélt styrkum fingrum um tónsprotann og þótti bandið óvenju þétt að þessu sinni.  Var sérlega góður rómur að bassaleiknum ger og sjálfur sagðist hann sjá í þessu opnunaratriði nýja tónlistarhússins við höfnina.  Sem dansari hljómsveitarinnar vil ég þakka vertunum, Ástu & Valgeiri fyrir frábærar trakteringar, sem og þeim sem hlýddu.  

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband