FUNDALEIÐINDAÁLAG SLÖKKVILIÐSINS.

Borgarstjóri þiggur 106 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í slökkviliðsráði.  Fundað er einu sinni í mánuði nema yfir sumartímann.  Þá er fundi slitið.  Séu allir forvígismenn bæjarstjórna höfuðborgarsvæðisins samanteknir geldur slökkvikiðið rúmar sex milljónir árlega í þetta samstuð.  Og Jóni leiðast fundir.  Hvers vegna fólk fær aukagreiðslur ofan á föst vinnulaun fyrir það eitt að halda fund í öðru húsi í vinnutímanum er einkennileg hefð.  Kannski er ekki við Jón að sakast nema að því leyti að falla eins og flís við rass inn í sýstemið.  En hversu mikið af svona sjálftökuhreiðrum ætli kerfið hýsi?  Tíu, tuttugu, hundrað, þúsund, MILLJÓN?  Um mann fer hrollur og næst þegar borgarstjóri segir að gera þurfi fullt af leiðinlegum hlutum er það vonandi á eintali í spegil og eigi þá við afnám þessara endaleysna allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Þar sem þú byrjar höfundarlýsingu þína á því að þú sért hafnfirðingur, af hverju byrjarðu þá þessa færslu á því að nefna Borgarstjórann, en ekki t.d. bæjarstjórann þinn í Hafnarfirði? Það hlýtur eiginlega að vera vegna þess að þú hefur meiri trú á að borgarstjórinn okkar góði geti breytt þessu, heldur en bæjarstjórinn þinn.

Gleðilegt ár.

Billi bilaði, 1.1.2011 kl. 02:33

2 identicon

Billi bilaði, þarna hittir þú naglann á höfuðið, ég hef mesta trú á Jóni, a.m.k. hafði, og er ekki úrkula vonar að hann gangi í þessi brýnu mál.  Þú virðist einnig hafa trú á Jóni og ættir því að ganga í lið með mér í stað þess að réttlæta bölið með því að benda á eitthvað annað. 

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 14:18

3 Smámynd: Billi bilaði

Sæll. Ég hef enn fulla trú á Jóni, en hef séð mjög vel undanfarna daga hvernig róið er að því öllum árum undir forystu fjölmiðlavalds fjórflokksins og þeirra útrásarleikbræðra að draga Besta flokkinn niður á þeirra stall og hvaða áhrif það hefur haft á fólk í kring um mig. (Ég tel þig alls ekki í hópi þessara afla.)

Ef Jón mun valda mér vonbrigðum, þá mun það samt aldrey fá mig til þess að sjá eftir því að hafa kostið hann og Besta flokkinn; ekki frekar en ég sjái eftir því að hafa kosið Borgarahreifinguna, þó svo að Þránni B. finnist rétt að klaga fólk til vinnuveitenda sinna fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Ef allir sjá strax eftir því að reyna að breyta heiminum, þá eigum við það einfaldlega skilið að hafa þetta virðingarsnauða alþingi áfram yfir okkur.

ES: Ég tel mig ekki hafa réttlætt neitt böl, og lít reyndar ekki á þetta sem neitt böl heldur mál sem vel er þess virði að vekja máls á. (Það er svo margt annað sem ég lít á sem böl.)

Sum sagt. Takk fyrir pistilinn, en ég stend við athugasemd mína.

Góðar kveðjur,

Billi bilaði, 2.1.2011 kl. 00:07

4 identicon

Vissulega eru mörg böl og Jón Gnarr höfundur þeirra fæstra.  Vinnumiðlun hins opinbera hefur keyrt um þverbak um langa hríð og ég deili á þátttöku Jóns Gnarr í þessari óhræsismyllu í stað þess að úthýsa henni úr borginni og veita þannig gott fordæmi.  Með aðgerðarleysi gefur hann á sér óþarfa höggstað.   Hef trú á Bezta Flokknum og gagnrýni þetta einmitt þess vegna.  Hvet þig, Billi Bilaði, að veita þínu fólki aðhald, þannig gögnumst við mest.

lydurarnason (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 01:20

5 Smámynd: Billi bilaði

Skál fyrir því.

Góðar kveðjur,

Billi bilaði, 2.1.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband