ÁRSSKIL.

Hopp milli árslína ber æ í sér von sem inniber kraft til góðra verka.   Högg bankahrunsins var þungt en ýmis teikn eru um aukna meðvitund þjóðarinnar.   Lokaatriði áramótaskaupsins gæti orðið byrjunaratriði betra þjóðfélags og gömlu flokkskjarnarnir ganga ekki að neinu vísu.   Þoka skuldasúpunnar er ekki eins þétt og farið að sjást milli stika.    Á fiskimiðunum sprikla nýjar tegundir og gamlar auka við sig.   Orka bíður nýtingar og ferðamenn heillast.   Sprotar spretta og kæfa brátt gömlu fúakvistina.  Uppgjör skammaráranna er langt á veg komið, hugarfarið eðlilegra og meiri samkennd meðal fólks.  Íslendingar eru að verða tilbúnir.  Síðasta glíman er þó eftir, glíman við hagsmunaaðila.  Sú atlaga er í sjónmáli og mun skera úr um hvort þjóðin gengur götuna fram eftir veg ellegar skref afturábak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

því miður erum við enn með gömlu fuakvistina á Þingi.

 Þar skemma þeir í kringum sig með hroka og heimsku.

 Nytt fólk sem enn er með eðlilega hugsun er flæmt út í horn.

 Vona samt að þu reynist sannspár.

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2011 kl. 17:09

2 identicon

Það er bjart yfir þér á nýju ári kæri Lýður. Batnandi mönnum er best að lifa.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 01:14

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Nú er að bretta upp ermar og láta vaða í hagsmunaaðila, hverju nafni sem þeir nefnast. Besta og varanlegasta leiðin er að hafja gamla sönginn um gegnsæi í stjórnsýslunni því, hvort sem okkur líkar það betur eða ver, þá skáka þessir aðilar í skjóli laga sem sett voru af stjórnmálamönnum sem ýmist vissu ekki hvað þeir voru að samþykkja eða höfðu beinlínis forgöngu og framsögu um þau lög sem við finnum nú dynja svo harkalega á hrygglengjum vorum.

Má ég nefna lög um bankastarfsemi til dæmis ?

Hjalti Tómasson, 10.1.2011 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband