17.1.2011 | 02:51
LANDABRUGG Á VESTFJÖRÐUM.
Landi ríkissjónvarpsins er með því betra sem í boði er þessa dagana. Handboltinn toppar þó. Í kvöld bar Landann niður á norðvesturhornið og fólksfækkunina þar. Þegar fólk velur sér næturstað er að mörgu að hyggja. Fjölbreytni atvinnulífs og vinnuframboð hlýtur að vega þungt á metum, ennfremur aðstaða eins og skólar og heilsugæsla og síðan frístundaval, samgöngur og veður. Sá áratugur sem ég dvaldi vestra breyttist veður og samgöngur mjög til batnaðar. Aðstaða og frístundir féllu a.m.k vel að mínum smekk en skil þó yngra fólk að sækjast eftir nýjum straumum. Atvinnulífið og fjölbreytni þess hefur hinsvegar hrakað og það afgerandi. Atgervisflótti er mikill enda fábreytni í starfsvali. Sjávarútvegur skaffar flest störf en frystihúsvinnan heillar orðið fáa íslendinga og rek ég það til launa. Vestfirðir eru láglaunasvæði og hagvöxtur mestur þegar einhver fer. Atvinnuréttur til fiskveiða er enda svo dýru verði keyptur að flest ungmenni sjá hag sínum betur borgið í öðru. En gleymum því ekki að sjávarbyggðir vestfjarða risu á grundvelli fisknytja og þó fólkið fari eltir fiskurinn ekki. Hann spriklar á sínum stað. Bjargráð fjórðungsins er því almenn nyt af þessari auðlind. Flóknara er það ekki.
LÁ
Athugasemdir
Einfalt og klárt, eins og vænta má af músíklækninum góða. Eitt sinn greindi hann hvað að mér amaði í gegnum síma og það reyndist hárrétt - ekki hefði mér sjálfum komið niðurstaðan í hug.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 03:07
Eg er faedd vestra, nanar tilktekid i Haukadal i Dyrafirdi, thar sem Kaldbakur trjonir fyrir enda dalsbotns. An efa fallegasti stadur a jardriki, enda fjarn rennislett sandfjara. Og eg er stolt af tvi, enda verd eg meira en ofvirki thegar i dalinn minn er komid.
En tetta er utidur. Eg hef lagt leid mina a firdina a hverju sumri og stundum tvisvar trisvar enda eigum vid bustad i Skoginu vid born Skutulsfjardar.
That sem mer hefur fundist breytt fra tvi eg for ad heimsaekja upprunan eftir unglingsarin, er feykileg aukning ferdamanna, nuna sidustu 10 arin, einkum og ser i lagi fra tvi um thad bil 2005-6.
Vestfirdingar hafa fins spil a hendi ef their spila rett ur theirri godu gjof.
Tvi midur voru Vestfirdingar sviknir illa i kodamalum, samanber Samherjbraedur tegar their keyptu Gugguna og lofudu og soru vid hjarta sitt ad fara ekki med that fraekna skip ne kodan burt ur fjordungnum. Blekid var ekki thornad a pappirunum sem Geiri minn Bjartar og felgar ritudu undir tegar their sviku allt sakmomulag. Sidan er hun Snorrabud stekkur.
Eh held ad thad geti lidid ar og old thar til kodakerfinu verdur breytt, en vona audvitad thad besta eins og adrir sem bua thetta land.
En thad er lag nuna ad nyta tha fau manudi sem sumar lifir til ad lada ad enn fleiri ferdamann, tvi their skapa atvinnu og skilja eftir fe. Thad fok sem farid hefur vestur er besta auglysinginn tvi eg tekki engan sem hefurn ekki lofsungid fjordungin, natturuna, fegurdina, gestrisnina og heimsborgarabraginn a tessum fau sem eftir lifa af upprunalegum Vestfirdingum. Aetla samt ekki ad gera minna ur morgum godum adfluttum manninum sem faert hefur med ser hugmyndir og kemur teim i verk enda allra allra thagu.
Thvi segi eg> Vestfirdingar, thid hafid upp a svo margt ad bjoda a medan bedid er eftir thorskingum, Takid a moti folki, veitid theim sanngjarna og goda tjonustu en thannig komid thid hjolunum til ad snuast i fjora manudi a ari. Einn til tveir anaegdir gestir auglysa fjordunginn langtum betur og a jakvaedari mata en en heilsida i Mogga. Fyrir utan hve skilvirkari beinar auglysingar eru. Haldid afram thar til Eb adild er trygg og vid verdum ad jafna kvodan um landid med sanngirni.
Byggid upp goda ferdatjonustu thar sem menn fa landsins besta fisk og yfir hofud allan mat. Thessi dasamlegu undurfogru byggdarlog og spegilslettir firdir sem bjoda upp a svarta logn a baedi a morgnanna og i vid solsetur a kvoldin. Tha er eins og stor gylltur hnotturinn falli i djupid skjotara en menn eiga ad venjast Thid sem tekkid og skiljid hvad eg er ad tala um vitid ad eg fer med rett mal.
Eg spyr tvi, er haegt ad bjoda uppa nokkud dasamlegra en ferdalag med godum gaet eda skemmtilegum vinum um Vestfirdi! Og svo kemur kodinn med thorskurinn eftir faein ar! Verum bjartsyn.
B.Davidsdottir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 06:57
Sammála að venju.
Níels A. Ársælsson., 17.1.2011 kl. 08:14
Afi minn flaut upp á sker
og óð þá suðr'á bæi
að sækja bæði sykur og ger,
sitt af hvoru tagi.
(Nei, ég segi nú bara svona um landabruggið.
)
Billi bilaði, 17.1.2011 kl. 10:34
Sæll Lýður. Ég er sammála þér að það þarf að auka kvótann og laða ungt fólk út á landsbyggðina. Þetta á ekki bara við Vestfirðina heldur líka Norðausturlandið t.d. á Raufarhöfn þaðan sem ég er frá. Það er bara orðið hryllilegt draugabæli.
Ég tek þó eftir því að unga fólkið á facebókinni hjá mér, sem er flest frá Rh, talar um þennan stað eins og himnaríki. Einhver er ástæðan fyrir að þau eru öll meira og minna komin suður en lofsyngja staðinn.
Sennilegast er nú að þar spili launamál inní og svo fámennið sem er nánast skaðlegt á sumum stöðum á landsbyggðinni.
Við eigum að gera út á ferðamenn eins og hægt er en varla finnst mörgum Melrakkasléttan spennandi hvað það varðar. Því er nauðsynlegt að auka kvótann og gefa handfæraveiðar frjálsar.
Gott væri líka að hafa lægri skattaprósentu í réttu hlutfalli við fjarlægt frá Reykjavík. Það getur auðvitað vafist fyrir mönnum að samþykkja það nú þegar við erum að demba okkur í skuldafenið með samþykki Icesave reikningsins.
Gangi þér vel á Stjórnlagaþinginu. Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.1.2011 kl. 17:50
Þakka heillaóskirnar, Kolbrún. Vona útspil stjórnlagaþings í auðlindamálum verði allri landsbyggðinni lukka.
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 23:24
Ekki man ég eftir þessu læknisráði, Hlynur Þór, en ávallt gott að heyra þegar menn lifa af. B. Davíðsdóttir, þú þekkir augljóslega fegurðina og vissulega er hana að finna fyrir vestan. Reyndar eru menn að taka við sér og ferðamannastraumurinn vaxandi. Með það í fatreski ásamt atvinnufrelsi til veiða hef ég trú á endurreisn byggðarlagsins.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.