HANDBOLTAUNDRIÐ ÍSLAND.

Magnaður handboltaleikur kvöldsins gladdi mjög fjölmenna fjölskylduna og sjaldan slógu hraðari hjörtu.  Ótrúlegt að svona fámennt vindsker skuli bjóða milljónaþjóðum birginn hvað eftir annað.  Þó liðsheildin sé frábær vil ég sérlega hrósa þjálfaranum knáa, Guðmundi Guðmundssyni, en sýn hans á íþróttina er með eindæmum.   Andvaraleysi ríkissjónvarpsins varðandi handboltann olli mörgum vonbrigðum enda ætti þvílíkt landslið að blómstra í stofum allra landsmanna.  Frammistaðan sýnir framámönnum þar á bæ vonandi fram á mikilvægi ríkismiðilsins í þessu efni framvegis.  En næsta verkefni er vinaþjóð okkar, Noregur, þá verða frændur frændum verstir.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband