20.1.2011 | 10:12
EFTIR SÁRSAUKAFULLAN SKILNAÐ...
Bóndakona austur á Fljótsdalshéraði hrósar íslenzkum landbúnaði og líkir við forréttindi að fá að vinna við greinina eftir margra ára kynni sín af dönzkum landbúnaði. Segir hún úða- og efnanotkun þar keyra um þverbak og regluverk evrópubandalagsins úr takti við alla skynsemi. Fyrir allmörgum árum misstu danzkir sjómenn fiskikvóta sína í Norðursjó og atvinnutæki þeirra, þ.e. bátarnir upp keyptir af ESB. Atvinnurétturinn fór en bætur komu í staðinn. Reglur evrópusambandsins um fiskveiðar banna löndun á öðrum tegundum en þeirri sem kvóti segir til um. Afleiðingin brottkast. Víðátta evrópusambandsins gerir að verkum að erfitt er að hnoða ólíkum búskaparháttum undir einn hatt og því gripið til samræmingaraðgerða með tímabundnum undanþágum og síðan varanlegum uppbótargreiðslum. Hugsýn evrópusambandsins er göfug en sjálfur tel ég svona risavaxna miðstýringu almennt hamla framförum. Fólk nýtur hugsanlega meira skjóls inni í svona virki en í rokinu fyrir utan gerast hlutirnir. Ísland er í efnahagslegri lægð og því freistandi að leita vars. En eftir sársaukafullan skilnað við græðgina er óskynsamlegt að hlaupa strax í annað samband, ekki sízt heilt evrópusamband. Íslendingar þurfa að skilgreina sig upp á nýtt sem þjóð og kannski í 1sta skipti almennilega. Klárum það verk og gerum hvorki okkur sjáfum né evrópusambandinu þá skráveifu að bjóða fram nema fullsköpuð. Þá fyrst vitum við hvort og hvernig samband við viljum.
LÁ
Athugasemdir
Það brazt strengur...
Úmbarúmbabúmba (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 10:36
Ég fagna því að fólk skuli rita zetu... en dönskum er ekki ritað með zetu, enda ekkert d, t, eða ð í stofni, sem kæmi á undan s.
Því: dön+skum=dönskum og en+skum=enskum
En skot-skum=skozkum og þýð+skum=þýzkum
Vona að þú misvirðir ekki vel meinta ábendingu.
Emil Örn Kristjánsson, 20.1.2011 kl. 13:20
Legg til z-verkfall og að þú verðir bara í s-inu þínu.
Svanbergis (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:28
ættu þessu úmbabúmm og komdu með rök. Fagna mjög Z-ábendingunni, Emil Örn, vista hana í því minni sem eftir er. Og Svanbergis, góð zeta er góður grunnur fyrir kátínu, sjáumst þannig á Stútung.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.