NÍMENNINGAR OG EINMENNINGUR.

Mér var brugðið, sagði Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður sjálfstæðisflokks og fyrrum sjávarútvegsráðherra, vegna meintra rósta svokallaðra nímenninga á alþingi forðum.  Oft hefur manni brugðið við málflutning téðs þingmanns og raunar undarlegt að hann skuli enn dveljast í þingsölum.  En málsmeðferð nímenninganna lauk í dómsal í dag.  Á sama tíma hefur enginn þeirra manna sem hrinti heilli þjóð komið fyrir dómara.   Ekki kjaftur.  Þó framferði sumra á þingpöllum hafi ekki verið til fyrirmyndar tel ég prúðmennsku og langlundargeð þjóðarinnar í garð stjórnmálamanna með eindæmum.  Og þó nokkrar hendur hafi verið á lofti og hrakyrði er einsætt að ekki er um glæpamenn að ræða í tilviki nímenninganna.   Andartaks örvænting og reiði lýsir betur háttsemi þeirra.  Í tilviki þingmannsins sem brá og samverkamanna hans má hinsvegar tala um alvarlegar yfirsjónir eða landráð.  Sem þegn þessa lands er mér því brugðið að málsmeðferð nímenninganna skuli vera lokið en fólksins sem sveik land og þjóð ekki hafin né standi til nema í einmenningi.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er hvorki þörf á úmbarúmmi eða z-etu: bara lotning! Þarna kemur fram 1 prósentið en leiðindi og þvarg hinna 99 prósentanna er hjóm eitt í þessari stundarfullkomnun. Lýður það fer þér vel að dvelja í þessu 1 prósenti...

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 15:08

2 identicon

Elska sömuleiðis þetta prósent þegar samhljómur sálar og náttúru er hvað tærastur.

lydurarnason (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 17:34

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nærtækur ykkur félögum, þezzi félegi bolvíkíngur.

Lítill bolur í honum allténd.

Steingrímur Helgason, 21.1.2011 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband