24.1.2011 | 13:45
FJÖLMENNING OG SÉRSTAÐA.
Talsmaður rasista kveðst vera fórnarlamb fordóma og formaður anti-rasista hefur sömu sögu að segja. Annar vill fjölmenningu, hinn ekki. Eilíflega þarf mannskepnan að falla í þennan pytt: Ég er góður en þú vondur. Margar ástæður geta verið fyrir ást á fjölmenningu sem og margar ástæður geta verið fyrir ást á sérstöðu. Sérstaða þýðir ekki einangrun eða forheimskan. Sérstaða er eitt helsta aðdráttarafl veraldarinnar og heillar marga. Í sérstöðunni fóstrast menningin, tungumálin og fjölbreytileikinn. Framfarir verða einnig oft til í ýktu umhverfi. Þegar svona hugsandi fólk er spyrt við einangrun og kynþáttahatur finnst mér ansi mikið alhæft. Það skondna er að fjölmenning inniber nákvæmlega sömu hluti og sérstaðan, menningu, tungumál og fjölbreytileika, framfarir. Fjölmenning er kraumandi mannlífspottur sem sumum finnst heillandi en öðrum síður. Held t.d. að afstaða til ESB-aðildar markist nokkuð af þessum ólíku viðhorfum. Í hnotskurn er hætta sérstöðunnar sú að hún getur leitt til fábreytni í mannlífi. Hætta fjölmenningarinnar er útvötnun með nákvæmlega sömu niðurstöðu: Fábreytni. Því held ég þessum ólíku hópum hópum væri hollt að hrista það besta fram úr ermum og búa til samfélag þar sem báðir molar fá að njóta sín.
LÁ
Athugasemdir
Sammála þér að rasistar vilja ekki inn í Evrópusambandið, vilja ekki fjölmenninguna. Því er ég svo hissa á VG.
Guðrún (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 19:45
En, Guðrún, það er ekkert víst með fjölmenninguna...
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.