27.1.2011 | 01:48
STJÓRNLAGAÞING ORÐIÐ AÐ LÖGSPEKINGAFÓÐRI.
Stjórnlagaþing sem fjalla á um nýjan sáttmála íslenks samfélags er orðið að ófriðarbáli. Andstæðingar þessa framtaks fagna og líta á hæstarétt sem bjargvætt og kærendurna sem þjóðhetjur. Fylgjendur þingsins ásaka hæstarétt um of náin tengsl við fyrrum framkvæmdavald og líta á kærendurna sem þjóðníðinga. Lungi þjóðarinnar fylgist svo með skrípaleiknum. Í stað uppbyggilegra umræðna um grundvöll samfélagsins er stjórnlagaþingið orðið að lögspekingafóðri. Hver á eftir öðrum túlka þeir niðurstöðuna á sinn hátt. Eitt liggur þó fyrir: Kosningin er dæmd ógild vegna ágalla við framkvæmd. Hæstiréttur hefur úrskurðað að þessir ágallar dugi til ógildingar. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, bendir á að eigi skuli ógilda kosningar nema ágallarnir hafi áhrif á úrslitin. Þannig er ljóst að lagatúlkun er fyrir hendi, vigt og mat. Hvort dómur hæstaréttar sé dauðadómur stjórnlagaþings kemur í ljós á næstu dögum. Hann skerðir þó í engu rétt manna til að halda uppi kyndlinum.
LÁ
Athugasemdir
Sæll Lýður, það er ljóst að kosningar þessar hafa verið dæmdar ógildar, og þeir sem kjörnir voru ættu að mínu viti að bíða með miklar yfirlýsingar uns ákveðið hefur verið hvað gert verði.
Mín skoðun er sú að ekkert sé annað að gera en endurtaka kosningu, með þeim sem í framboði voru, en vil að sú hin sama kosning verði RAFRÆN með lykli Ríkisskattstjóra sem kostar lagabreytingu sem hægt er að koma í gegn.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.1.2011 kl. 02:17
Sæl, Guðrún María. Finnst ég nú ekkert sérlega yfirlýsingaglaður en vissulega dapurlegt að stjórnlagaþing sé orðið að bitbeini manna í millum. Erfitt verður að enduræsa trúnað fólks en rétt hjá þér að staldra nú við og sjá hver úrræði alþingis verða.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 03:26
Af hverju spyr enginn Guðrúnu Pétursdóttur eða Jón Baldvin Hannibalsson álits? Þetta "gáfufólk" veit örugglega hvað gera skal í þeirri stöðu sem kominn er upp!!
Sigurður I B Guðmundsson, 27.1.2011 kl. 12:40
Góð uppástunga, SIBG, góð uppástunga...
Lydurarnason (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:38
Sorglegt að svona fór, en ófriðarbálið mun brenna og ég er ekkert viss um að sigurgleði Sjálfstæðismanna muni vara lengi, ég held að á endanum reynist þetta þeim verða til skaða meira en nokkuð annað. Það er svo augljóst orðið hvernig þeir vinna, eins og hýenur í hópum, komandi sitt úr hverri áttinni og ráðast að fórnarlambinu sem í þessu tilfelli er þjóðín sjálf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2011 kl. 20:32
Já, Ásthildur, hef velt því fyrir mér hvað vakir fyrir þeim sem eru á móti nýjum grunnsáttmála þjóðarinnar, þ.e. nýrrri stjórnarskrá. Sérstaklega ættu svokallaðir sjálfstæðismenn að vilja einhverskonar leiðbeiningarplagg um stjórnarhætti eftir þá helför sem þeir stýrðu. Sammála Margréti Tryggvadóttur, þingkonu Hreyfingarinnar, um það að orrustan um Ísland er að hefjast. Kveðja vestur, Lýður.
Lydurarnason (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 20:50
Takk Lýður skila því. Já ég er sammála Margréti og fleirum að baráttan er að hefjast, og þá erum við að tala um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ekkert minna en það. Til þess að svo geti farið vel, þurfa allir þeir sem vilja nýtt Íslanda að standa saman um endurbætur og réttlæti. Er annars stödd í Austurríki þessa dagana og vikurnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2011 kl. 09:53
Ertu að kynna þér ylræktina?
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:24
Nei ég er aupair fyrir dóttur mína sem er að taka lokapróf úr dýralækna skóla hér. Ég gæti barnanna, passa hundinn kettina og er að þjálfa hross líka, maður lætur nú hafa sig í ýmislegt. Annars geturðu lesið um það á blogginu mínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2011 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.