ALLT OKKAR VEGNA.

Eftir heimsókn stórútgerðarmanna fá Akureyringar nú opinn bæjarfund um þá þjóðfjandsamlegu stefnu sem ríkisstjórnin boðar í sjávarútvegi. Eftir fræðsluna munu Akureyringar eflaust halda vöku sinni gagnvart breytingum fiskveiðistjórnunar því ekki gengur að hætta efnahagslífi bæjarins. Heppnir, Akureyringar, að hafa svona árvökula bæjarfulltrúa. Sömuleiðis á Tálknafjarðarhreppur láni að fagna varðandi forsvarsmenn. Oddvitinn sér til þess að byggðakvóti hafi þar árlega viðkomu og ekki skaðar svo sú forsjálni að láta eigin útgerð sjá um endurúthlutun. Þessi snilldarlega umhyggja fyrir velferð íbúanna hlýtur að tryggja oddvitanum þingsæti í næstu kosningum. Og í karphúsinu sjá menn ekki samhengið í helstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi og almennra lífskjara í landinu. Launþegasamtökin loka augum fyrir þeirri augljósu staðreynd að kvótakerfið hefur tryggt þjóðinni gjaldeyristekjur umliðin ár og verði því umbylt er sjálfgefið að fiskurinn í sjónum hverfi héðan í fússi. Svona vitlaus þjóð á ekki skilið 200 þúsund krónur í lágmarkslaun. Enda vænlegra að hafa ekkert lágmark og ekkert hámark. Þannig nýtur frelsi einstaklingsins sín bezt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það verður að fyrirgefa þjóðinni Lýður því enginn trúði að svona menn eins og Þorsteinn Már og Kristján Ragnarson væru hér í forsvari og fararbroddi í atvinnulífinu. Þessir menn öðrum fremur eru búnir að vinna að því opinberlega og bakvið tjöldin að þagga niður alla mótmælendur kvótakerfisins. Núna sjást vel skipulögð og heiftarleg viðbrögð þeirra þegar réttilega kjörin ríkisstjórn ætlar loksins að fara að framfylgja eindregnum vilja þjóðarinnar. Þessu fólki er ekkert heilagt og í siðblindni græðginnar fer það nú offari til að vernda núverandi ástand sem mun innan fárra ára kosta þjóðina nýtt hrun ef ekkert verður að gert. Heimskan fólst í Davíðismanum sem var ekki eingöngu vondur ismi heldur líka lélegur brandari.

Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2011 kl. 05:43

2 identicon

Þjóðinni fyrirgefst allt, Ólafur Örn, vona bara hún fari að velta samhengi hlutanna fyrir sér í alvöru og velja síðan fulltrúa sína samkvæmt því.

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 18:52

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er til þjóð sem reisir vönduð vígiog verndar einkum níðingana sínaer þegna hennar kvótakóngar pínaog kúga sérhvert barn með hreinni lygi. Og þjóðin á í hafsjó fjársjóð fiskasem fáum mönnum þó er leyft að veiðaog sama fólk fær auðlindum að eyða,það er sem finnist hvergi nokkur viska. Því þjóðin lætur gráðugt glæpahyskivið gnægtaborðið aleitt jafnan sitjaen lýðnum býðst frá hungri hægur batinnef hrekkur lítill brauðmoli af diski.Og þegar kóngar heimskra hópa vitja

fólk hneigir sig og þakkar fyrir matinn.

Höfundur Kristján Hreinsson.

Níels A. Ársælsson., 28.1.2011 kl. 23:03

4 identicon

Þú lýgur því aðmíráll, þessi sver sig við Blakkátið en ekki K. Hreinsson.

lydurarnason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:26

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

He he he....Kristján er góður.

Níels A. Ársælsson., 29.1.2011 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband