LÝÐRÆÐI OG ANDLÝÐRÆÐI.

Sjávarútvegsráðherra Hrunstjórnarinnar segir ógildingu kosninga til stjórnlagaþings eitt hið mesta áfall sem lýðræðisþjóð getur orðið fyrir.   Váááá...   Þrátt fyrir þennan hæstaréttarúrskurð hef ég ekki séð neina lýðræðislega annmarka á starfi kjörstjórnar né alþingis í þessu máli öllu.  Hinsvegar tel ég óhætt að flokka ráðningar dómara til hæstaréttar í stjórnartíð þessa sama þingmanns undir andlýðræðislega stjórnarhætti.   Sem kannski skýrir núverandi stöðu mála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

En, Einari K. Guðfinnssyni er vorkun, honum sést ekki fyrir, enda, siðblindur, spilltur og ósvífin stjórnmálamaður á leið á höggstokk íslandssögunar.

Og svo er hann líka uppáhalds hóra LÍÚ.

Níels A. Ársælsson., 29.1.2011 kl. 08:02

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég er ekki hrifinn af LÍÚ en það eru takmörk fyrir öllu Níels og svona færslu finnst mér þú ekki eiga að leyfa á þínu bloggi Lýður jafnvel þó verið sé að gagnrýna LÍÚ og Einar K.

Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2011 kl. 12:21

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður. Ég myndi taka þessu sem líkindamáli en ekki bókstaflega. Menn tjá sig mismunandi jú kannski neðsta greinin þ.e. lýsing á LÍÚ hefði mátt sleppa.

Valdimar Samúelsson, 29.1.2011 kl. 13:06

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sælir herrar mínir.

Það er alger óþarfi að fá hland fyrir hjartað út af orðbragðinu.

Níels A. Ársælsson., 29.1.2011 kl. 13:45

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þar hafið þið siðmenninguna drengir!!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.1.2011 kl. 16:46

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Eyjólfur, siðmenningin er á ansi lágu plani hjá Hæstarétti og þeim sem skipuðu dómaranna við þann órétt.

Í flestum lýðræðisríkjum væri skollin á ein alsherjar uppreisn eftir slíkan landráða dóm gegn stjórnlagaþigi.

Hæstiréttur er að fremja valdarán !!

Níels A. Ársælsson., 29.1.2011 kl. 17:32

7 identicon

Já, drengir, sjómannamálið er stundum skrápur.  Hef ekki hingað til viljað banna athugasemdir eða flokka og byrja ekki á því nú.  Enda þær alfarið á ábyrgð þeirra sem senda.  Bið þó aðmírálinn að hemja réttláta reiði sína og koma henni á framfæri á hguggulegri hátt.  Efnislega get ég samt ekki hrakið neitt í máli hans, hvorki nú né þá.

lydurarnason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:08

8 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæll Lýður

Þessi rikisstjórn sem nú er við völd segir að stjórnlagaþing sé nauðsinlegt svo valdið sé hjá þjóðinni.Frá því þessi stjórn tók við völdum hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla sem hún gerði ekkert með.Steingrimur og Jóhanna töluðu fyrir því að fólk mætti ekki á kjörstað.Þetta klúður núna með kosninguna verður til þess að ekki verður hægt að kjósa trúverðugt stjórnlagaþing.Í kosningunum sem fram fóru til þessa þings var ekki nema um 37%þátttaka.Ef kosið verður aftur og þáttaka verður minni en 30% myndi ég telja þá fulltrúa sem næðu kosningu ekki trúverðuga og ættu þeir að hafna setu á þinginu.Ég tel að þessi ríkisstjórn hafi með þessu klúðri eyðilagt  möguleika á því að halda trúverðugt stjórnlagaþing.Mér heyrist á fólki í kringum mig sem kaus til síðasta þings að áhugi á þessu sé ekki lengur til staðar.

kveðja Sigmundur                 

´oðaratkvæðagreiðsla

Sigmundur H Friðþjófsson, 29.1.2011 kl. 23:57

9 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Sigurði (12:21).  Og hverja er verið að verja með að ýja að Hæstiréttur hafi verið misnotaður?  Síðan hvenær hefur núverandi stjórn virt lög?

Elle_, 30.1.2011 kl. 00:48

10 Smámynd: Elle_

Og ég er líka sammála Sigmundi, nema vil ganga lengra: Lítill vilji var fyrir þessu enda óþarfi og fullkomlega ótímabært.  Og ýmsir menn tóku bara þátt í kosningunni til að vinna gegn eyðileggingu stjórnarskrárinnar af landsölumönnum.

Elle_, 30.1.2011 kl. 00:57

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við gefumst ekki upp þó móti blási, þó allir vilji vera kóngar alli hreint.

Nú er bara að bíta í skjaldarrendur og halda áfram..... koma svo

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 01:16

12 identicon

Sæl. öllsömul.  Mér er nú eiginlega sama hvað ríkisstjórnin segir en fagna mjög tækifærinu sem fólkið fær til áhrifa gegnum stjórnlagaþing.  Ein þjóðaratkvæðagreiðsla hefur verið haldin í tíð núverandi stjórnar og þrátt fyrir afstöðu Jóhönnu og Steingríms varð þjóðarvilji ofan á.  Margir segja þriðjungsþátttöku í kosningum til stjórnlagaþings litla, sjálfur er ég ekki í þeirra hópi en sammála um að verði þær endurteknar má búast við minni þátttöku og minni áhuga.  Sem er vont.  Og Ellý, úrskurð hæstaréttar tel ég með eindæmum og snúa við þeim tilgangi kosningalaga að vernda lýðræðið.   Vísa til þess að ágallar kosninganna höfðu engin áhrif á úrslitin.   Og rugl að lítill vilji er til stjórnlagaþings. Stjórnlagaþing var eitt af loforðum ríkisstjórnar sem meirihluti þjóðarinnar kaus til fjögurra ára.  Tilgangur kosningaþátttöku er svo auðvitað hvers og eins og þannig skal það vera.   Meginmálið nú er að stjórnlagaþing verði haldið og það sem fyrst, tíminn vinnur gegn okkur.

lydurarnason (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 01:38

13 Smámynd: Elle_

Hvað meinarðu Lýður að þetta hafi verið loforð ríkisstjórnarinnar?  Nei, ég segi að sé lítill vilji og það er ekkert rugl.  Var það loforð VG?

Elle_, 30.1.2011 kl. 01:58

14 identicon

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stjórnlagaþing sagt eitt af höfuðverkefnum kjörtímabilsins.  Sem sagt ætlun beggja flokka.  Og samsuða vinstri grænna og samfylkingar er löglega kosin ríkisstjórn landsins og umboð hennar varir í 4 ár.  Ellý mín, flóknara er það ekki. 

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 02:18

15 Smámynd: Þórður Einarsson

Þetta er hið minnsta í þriðja sinn á skömmum tíma sem hæstiréttur fellir umdeilda dóma og setur bloggheima og þar með þjóðina í andstæðar fylkingar.

Dómurinn um ólögmæti gengislánanna virtist vera með almenningi  og móti "auðvaldinu" þ.e. "Íhaldinu".

Dómur um vexti á "ólöglegu"lánin virtust vera málamiðlun pöntuð af ríkisstjórninni svo nýju bankarnir hryndu ekki.Kannski svolítið óvart með"auðvaldinu".

Síðan kemur dómur um stjórnlagaþing .Með "auðvaldinu"?

Móti Jóhönnu?    Pantað af LÍÚ?    Eða bara strangt eftir bókstafnum?

Allir dómarnir koma niður á einhverjum og mér sýnist ekki vera nein ein lína.

Ef nú ríkisstjórnin gjaldfellir hæstarétt og fær alþingi til að skipa hina ólöglega kjörnu fulltrúa í nefnd,þá missir gjörningurinn lýðræðislegt gildi sitt .

Síðast þegar ég vissi hafði alþingi aðeins traust u.þ.bil 10% þjóðarinnar.

Þórður Einarsson, 30.1.2011 kl. 03:16

16 identicon

Sæll, Þórður.  Mín skoðun er sú að dómskerfið eigi aldrei að þvælast fyrir lýðræðinu en úrskurðinn um ógildingu stjórnlagaþings á þessum forsendum tel ég gera það.  Þegar hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms í Vatneyrarmálinu (um veiðiréttinn) var hagur sérhagsmuna ofan á og álit mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna þvert á hæstaréttardóminn engu breytt.  Svo virðist að þegar kemur að auðlindum þjóðarinnar er engu hætt.  En engu að síður eru rök þín, Þórður, góð og gild. 

Lydurarnason (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband