FOS.

Tónlistarskólar verða nú fyrir fallöxinni og segir einn forsvarsmaður að erfitt verði að halda uppi tónlistarkennslu þegar af er höfuðið.  Samtímis spígspora menn og velja mublur, parket og flygla í hið rándýra tónlistarhús á hafnarbakkanum.   Enn og aftur hlamma glæsihallir sér ofan á grasrótina og kæfa.  Heilbrigðisstarfsfólki og starfsemi er sömuleiðis hvarvetna úthýst og rekið inn í Landspítalaréttina sem á svo að stækka.  Væri ekki nær að leyfa fénu að vera í friði á fjalli?  Áframhaldandi afhausanir einungis til að stækka búkinn munu einungis leiða til FOS (full of shit). 
 
LÁ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er Ísland ekki orðið hálfgert Fosland?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.1.2011 kl. 09:20

2 identicon

hm.

tónlistarkennsla má missa sín í einhvern tíma í svona árferði.

strætó skiptir td. mun meira máli - nú kemst fólk ekki til og frá vinnu lengur á og af næturvöktum nema með leigubíl.

það er sosum ekkert vit í að láta þetta ægifagra musteri á hafnarbakkanum grotna niður ófokhelt - vandamálið er bara að ef það á að borga sig, þarf að selja hvert sæti á 5.300 krónur - alla daga ársins, í öllum sölum.

vandséð að það verði.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:29

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Lýður, tek undir hvert orð í þessum pisli þínum. Þetta er furðuleg forgangsröðun hjá þeim sem ráða nú ferðinni í peningamálum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.1.2011 kl. 15:40

4 identicon

Ísland er mikið FOSland og þarfnast úthreinsunar, Sigurður, okkar mál að berjast fyrir að það veri gert og almennilega.  Halldór, það sem ég er að segja að illt er að eyða fúlgum í hús sem, eins og þú réttilega bendir á, þarf að selja innganginn dýru verði.  Hverjum er slíkt hús ætlað?  Áframhald þessarar byggingar hefði átt að vera fangelsi, svoleiðis hús vantar.   Og eins og Sigmar segir er þetta allt spurning um forgangsröð.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband