BARÁTTAN UM AUÐLINDIRNAR.

Samkvæmt fréttum kvöldsins vilja útgerðarmenn fá 40-65 ára nýtingarrétt á veiði landhelginnar sem ætti að upplýsa fólk eilítið hvers er að vænta verði svokölluð samningaleið farin.  Samnefnarinn var samningur Magma nýverið um 65 ára nýtingarrétt á orkuauðlindum í iðrum jarðar.  Ekki veit ég til að þessi árafjöldi eigi að vera einskonar viðmið og tel svo langan tíma fráleitan.  Aukinheldur er Magmasamningurinn mjög umdeildur og það svo að ríkið hyggst jafnvel ganga inn í kaupin.  Gegndarlaus áróður um gjaldþrot sjávarútvegs verði önnur leið farin en einstigi hagsmunaaðila er mótsögn við tal sömu manna um besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.  Það er einmitt ánauð þessara sömu aðila sem raskar öllu rekstrarumhverfi greinarinnar, öllum framförum og framtaki.  Og ekki bara á sjó heldur einnig í landi.   Rétt leið í sjávarútvegi er nægilega langur nýtingartími núverandi kvótahafa til að greiða upp sína fjárfestingu.  Dugi 20 ár ekki til er fjárfestingin hvort eð er glórulaus.  Samfara gefa strandveiðar frjálsar svo nýliðun geti átt sér stað.  Ágætt innlegg Kristins Péturssona í Silfri dagsins upplýsti svo ekki bara um gegndarlausa yfirveðsetningu aflaheimilda heldur líka um ólögmæti hennar samkvæmt lögum um veðrétt.   Yfirgangi hagsmunaaðila sjávarútvegsins verður að linna og ríkisstjórnin á að fara þá leið sem hún boðaði kjósendum sínum en ekki einhverja uppkokkaða sáttaleið hagsmunaaðila og pólitískra viðriðna.  

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

"Pólitísk viðrini".

Já það má nú segja að nóg er af slíku fólki inn á Alþingi.

Einar K. Guðfinnsson fyrrum sjávarútvegsráðherra er eitt besta dæmið um slíkt viðrini eins og reyndar all flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

En að við skulum sitja uppi Vestfirðingar með þetta lið í nær öllum sjávarþorpum er þyngra en tárum tekur og minnir óþægilega á hryllinginn um þriðja ríkið.

Níels A. Ársælsson., 31.1.2011 kl. 08:23

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Bólu Hjálmar kvað.

Félagsbræður ei finnast þar

af frjálsum manngæðum lítið eiga

eru því flestir aumingjar

en illgjarnir sem betur mega.

Níels A. Ársælsson., 31.1.2011 kl. 08:27

3 identicon

Þú hleypur enn undan, aðmíráll. 

Þessi kviðlingur hlýtur að vera eftir sjálfan þig...

lydurarnason (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 14:41

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sennilega hefur Íslandsljóð Einars Ben aldrei átt eins vel við og einmitt nú.

Einar Benediktsson kvað rétt eftir aldamótinn 1900.

Þú fólk með eymd í arf.

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda,

reistu í verki

viljans merki,-

vilji er allt sem þarf.

Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi.

Upp með plóginn Hér er þúfa í vegi.

Bókadraumnum

breytt í vöku og starf.

Þú sonur kappakyns.

Lít ei svo með löngun yfir sæinn,

lút ei svo við gamla, fallna bæinn,

byggðu nýjan,

bjartan hlýjan,

brjóttu tóftir hins.

Líttu út og lát þér segjast, góður,

líttu út, en gleym ei vorri móður.

Níð ei landið,

brjót ei bandið,

boðorð hjarta þíns.

Níels A. Ársælsson., 31.1.2011 kl. 14:48

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kattasmalinn Jóhanna:
Kvótakerfið var sett á þremur áföngum. 1) Fyrst til bráðabyrgða. 2) Frjálsa framsalið 3) Veðsetning aflaheimilda. Jóhanna Sigurðardóttir er eini þingmaðurinn sem nú situr á þingi sem hefur samþykkt alla þrjá liðina. Að lokum samþykkti Jóhanna tillögu Dags B. Eggertssonar um Svanfríði Jónasdóttur í "sáttanefndina".... Hvað býr að baki að Jóhanna Sigurðardóttir þykist núna vera ósátt við kvótakerfið? Liggur ekki í augum uppi sá hráskinnaleikur Samfylkingarinnar að þvinga útgerðamenn til að láta af andstöðu við ESB aðild og nýta heldur fjórfrelsið til að selja veiðiheimildirnar innan ESB? Eða hefur einhver kattasmali betri skýringu?

Sigurður Þórðarson, 31.1.2011 kl. 16:00

6 identicon

Dýrt kveðið, aðmíráll og vissi ég ekki betur talið kvæðið eftir þig.  Sigurður, þessi sýn á atburðarrásina er líkleg og kristallast kannski í nýju frumvarpi um sjávarútvegsmál sem birta á í mánuðinum.  Kröfur LÍÚ um 40-65 ára nýtingartíma og 90% aflahlutdeilda í þeirra höndum eru fráleitar og sýna glöggt hvað svokölluð samningsleið inniber.  Nær væri að kalla hana landráðaleið.

Lydurarnason (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:31

7 identicon

Þorskurinn er takmörkuð auðlind. Hversu takmörkuð greinir menn reyndar á um, en einhver takmörk verða að vera á sókninni. Ný löggjöf verður að tryggja Vestfirðingum eðlilega hlutdeild í heildarkvóta landsmanna, sem að mínu mti mætti ekki vera minni en 35%. Það mætti svo bjóða þann kvóta út innan svæðisins. Samhliða þarf að banna togveiðar innan 200 mílna lögsögunnar á skipum, sem eru lengri en 28 metrar og með stærri vélar en 750 kW. Gefa þarf krókaveiðar frjálsar.

Gísli Súrsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:44

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Meira um ljóð. Það vantar seinni part á þessa:

Mikill er máttur LíÚ

miljarðamæringum þeir hygla

Sigurður I B Guðmundsson, 31.1.2011 kl. 21:54

9 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Lýður vitleysan í kringum þessa útgerð og heimtufrekjuna er einstök. Þær útgerðir sem eru með þessar háu skuldir geta aldrei borið og á sama tíma greitt áhöfnunum réttlát laun. Þetta er allt orðið eitt sjónarspil til að halda auðlindinni frá þjóðinni og stela peningum úr bönkunum. Halda menn að útgerðin sem ekki hefur haft neitt til skiptanna þegar semja á við sjómenn og fá í dag olíu-gjald framhjá hlutaskiptum geti borgað þessar ofurskuldir sem teknar hafa verið til að leysa menn út úr greininni.

Það verður að skera á þessa vitleysu og setja hér annað kerfi til að klippa þessa vitleysu út. ´'Eg vann í sóknarmarki og það reyndist vel hvoru tveggja  að hámarka nýtingu og byggja upp þorskstofninn. Sóknarmark það sem hér var við líði var réttlátt og gerði öllum jafnhátt undir höfði og með að setja ákvæði um allan fisk á markað er búið að tryggja að allstaðar á landinu getur fólk sem áhuga hefur á fiskvinnslu eða veiðum farið inní greinina. 

Strandveiðar eða veiðar með handfærum eiga að sjálfsögðu að vera frjálsar hverjum sem nennir. Það var hlegið á flotanum þegar Kristján og Halldór settu þessa vitleysa á en þetta var eingöngu sett til að búa til seljanlegan kvóta sem stórútgerðirnar keyptu. En þetta fór svo öðruvísi en ætlað var. Það er með eindæmum hvernig þessir menn fóru fram með yfir gangi á þessum tímum. Þeir virtust halda að þeir þyrftu ekki að svara til fyrir eitt né neitt sem þeir gerðu.

Já afnám kvótakerfisins er það sem þjóðin þarf að sjá núna það myndi bæði hjálpa okkur að rétta úr kútnum og sýna gróða pungum að svona frekja og yfirgangur er ekki liðinn lengur. 

Ólafur Örn Jónsson, 31.1.2011 kl. 23:13

10 identicon

Sælir herramenn

Sem fyrrverandi sjómaður sem fékk príðis laun hjá góðri útgerð, sem hefur áunnið sér mikla virðingu í samfélaginu, þá blöskrar manni stundum umræðan um kvótagreifana, sem freistar mann til að spyrja hverjir eru allir þessir greifar?

Ég mæli með að þið svarið nokkrum spurningum hver fyrir sig og bræðið með ykkur hvort eignaupptaka sé svarið? (Ef þið hafið málefnaleg svör fram að færa þá væri gaman að heyra þau, en skítkast hef ég ekkert við að gera, annað en að hafa meiri áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórn)

Hvernig er staðan hjá umbjóðendum landssambands smábátaeiganda, þ.e. fleiri hundruð smábátaeiganda sem hljóta jafnvel og umbjóðendur LÍÚ að teljast kvótagreifar, miðað við skilgreiningu ykkar, þ.e. allir kvótahafar?

Hver var nýliðunin í strandveiðikerfinu?

Hver er afkoman af strandveiðikerfinu?

Hvað finnst ykkur um þá staðreynd að byrjað er að braska með báta í strandveiðikerfinu og menn orðnir leiguliðar í þessu dásamlega kerfi?

Nú hafa nokkrir sem hafa róið í strandveiðikerfinu viðurkennt að hafa stundað brottkast í strandveiðikerfinu, hvað finnst ykkur um það?

Í kapphlaupsveiðum eins og strandveiðikerfið býður upp á, er náttúrulega augljóst að kappið við að veiða er á kostnað gæðanna, eins og hefur komið í ljós, hvað finnst ykkur um það?

Nú hafa rúmlega 90% af upprunalegum kvótahöfum selt sig út úr greininni, finnst ykkur þá að eigi ekki að ganga á þá aðila, og fá þá til að skila aurunum frekar en að taka eignarnámi kvóta sem keyptur var með löglegum hætti?

Það eru á bilinu 600-700 einstaklingsútgerðir allt í kringum landið sem þá eiga að missa allt út úr höndunum, með tilheyrandi hörmungum fyrir fjölskyldur þessa fólks, það er líka í lagi samkvæmt ykkar mati, eða hvað?

Hverjum á síðan að leigja allar þessar heimildir?

Hvað á leigja til margra ára í senn?

Hafið þið ekki áhyggjur af því að með skammtímaleigu tapist verðmætir markaðir?

Hvað má leigja mikið í hvert byggðarlag?

Má leigja einungis eina tegund í einu? (Ef svo er hafið þið ekki áhyggjur af brottkasti)

Viljið þið miðstýrða fiskveiðistjórn sem stýrt er úr Skúlagötunni?

Við þurfum bræðslur, og fiskvinnslustöðvar til að vinna fisk, eiga þeir sem leigja til sín á kostnað núverandi kvótahafa og eiganda fiskvinnslustöðva að yfirtaka þær eða byggja nýjar?

Hvað finnst ykkur um þá staðreynd að sjómannafélög víða um land eru uggandi, því halli undan fæti hjá þeim sem þessir menn vinna hjá má reikna með mikilli tekjulækkun og mikilli óáran hjá fjölmörgum, þar sem flestir geri sér grein fyrir því að ekki taka þeir sig til og leigji til sín heimildir, stofni útgerð og fiskvinnslu? 

Á að bæta fólki eignaupptökuna?

Bestu kveðjur,

Sigurjón forvitin landkrabbi

Sigurjón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 00:00

11 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

SÆLL SIGURJÓN

MÉR ER ÁNÆGJA AÐ SVAR ÞVÍ SEM EG GET

Sælir herramenn

Sem fyrrverandi sjómaður sem fékk príðis laun hjá góðri útgerð, sem hefur áunnið sér mikla virðingu í samfélaginu, þá blöskrar manni stundum umræðan um kvótagreifana, sem freistar mann til að spyrja hverjir eru allir þessir greifar?

JÁ ÞAÐ ERU MARGAR GÓÐAR ÚTGERÐIR EN ENGINN ANNAR KEMST AÐ. HVAÐ MEÐ SLÍK MANNRÉTTINDA BROT. ÞÉR MYNDI BLÖSKRA MEIRA EF ÞÚ MÆTTIR EKKI SEGJA SKOÐUN ÞINA Á LANDSMÁLUM ÁN  ÞESS AÐ VERA REKINN ÚR VINNU SEM ÞÚ HEFUR MENNTAÐ ÞIG Í?

Ég mæli með að þið svarið nokkrum spurningum hver fyrir sig og bræðið með ykkur hvort eignaupptaka sé svarið? (Ef þið hafið málefnaleg svör fram að færa þá væri gaman að heyra þau, en skítkast hef ég ekkert við að gera, annað en að hafa meiri áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórn)

EIGNA UPPTAKA VERÐUR ALDREI ÞAR SEM ÞJÓÐIN Á FISKINN Í SJÓNUM. ENNÞÁ VIÐURKENNA ÚTGERÐAMENN FLESTIR ÞAÐ. ÞARF EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR EF FISKVEIÐI STJÓRNINNI HÚN GETUR EKKI VERSNAÐ FRÁ ÞVÍ SEM HUN ER NU

Hvernig er staðan hjá umbjóðendum landssambands smábátaeiganda, þ.e. fleiri hundruð smábátaeiganda sem hljóta jafnvel og umbjóðendur LÍÚ að teljast kvótagreifar, miðað við skilgreiningu ykkar, þ.e. allir kvótahafar?

EG FÆST EKKI UM UPPNEFNINGAR FREKAR EN SKÍTKAST

Hver var nýliðunin í strandveiðikerfinu? HVAÐ KEMUR STRANDVEIÐIKERFIÐ ÞESSU VIÐ

Hver er afkoman af strandveiðikerfinu?HVAÐ KEMUR STRANDVEIÐIKERFIÐ ÞESSU VIÐ MÍN SKOÐUN ER AÐ STRAND VEIÐAR MEÐ HANDFÆRUM EIGI AÐ VERA FRJÁLSAR OG BARA BRANDARI ÞEGAR SETTUR VAR KVÓTI Á TRILLUR MEÐ HANDFÆRI

Hvað finnst ykkur um þá staðreynd að byrjað er að braska með báta í strandveiðikerfinu og menn orðnir leiguliðar í þessu dásamlega kerfi?

EKKERT SVONA SKEÐUR EF ÞESSAR VEIÐAR ERU FRJÁLSAR

Nú hafa nokkrir sem hafa róið í strandveiðikerfinu viðurkennt að hafa stundað brottkast í strandveiðikerfinu, hvað finnst ykkur um það?

BROTTKAST VERÐUR EKKI Í SÓKNARMARKI OG EF STRANDVEIÐAR MEРHANDFÆRI ERU FRJÁLSAR. ALLUR FISKUR ER PENINGUR

Í kapphlaupsveiðum eins og strandveiðikerfið býður upp á, er náttúrulega augljóst að kappið við að veiða er á kostnað gæðanna, eins og hefur komið í ljós, hvað finnst ykkur um það? ALLUR FISKUR Á MARKAÐ TRYGGIR GÆÐI ÞEIR SEM KUNNA AÐ GANGA FRÁ FISKI GANGA VEL FRÁ LITLUM OG MIKLUM FISKI

Nú hafa rúmlega 90% af upprunalegum kvótahöfum selt sig út úr greininni, finnst ykkur þá að eigi ekki að ganga á þá aðila, og fá þá til að skila aurunum frekar en að taka eignarnámi kvóta sem keyptur var með löglegum hætti?

EKKERT EIGNARNÁM ÞJÓÐIN Á KVÓTANN. EINAR BEN SELDI NORÐURLJÓSIN OG GEKK MAÐUR MEÐ AFSAL Á NORÐURLJÓSUNUM UPPÁ VASAN Í LONDON

Það eru á bilinu 600-700 einstaklingsútgerðir allt í kringum landið sem þá eiga að missa allt út úr höndunum, með tilheyrandi hörmungum ´

fyrir fjölskyldur þessa fólks, það er líka í lagi samkvæmt ykkar mati, eða hvað

ÞETTA FÓLK FÆR AÐ FISKA EINS OG AÐRIR

Hverjum á síðan að leigja allar þessar heimildir?

VERTU VISS VIÐ ERUM MARGIR SEM KUNNUM OG GETUM VEITT FISK EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ

Hvað á leigja til margra ára í senn?

ENGINN LEIGA BARA BORGA VEIÐILEYFI

Hafið þið ekki áhyggjur af því að með skammtímaleigu tapist verðmætir markaðir?

HRÆÐSLU ÁRÓÐUR. TEL AÐ VINNAST MUNI MARGIR NÝIR MARKAÐIR EKKI MISSA TRÚNA A´MARKAÐINN OG FÓLKIÐ

Hvað má leigja mikið í hvert byggðarlag?

BYGGÐIR FÁ ÞAÐ SEM ÞÆR GETA NÁÐ´Í TEL AÐ ÚTGERÐ MUNI AUKAST Á VESTFJÖRÐUM OG SUÐURNEJUM Á KOSTNAÐ STÓR ÚTGERÐANNA EF ÞÆR FLYTJA SIG EKKI Í AUKNU MÆLI Í ÞESSI BYGGÐARLÖG SEM VÆRI BEST FYRIR ÞÆR

Má leigja einungis eina tegund í einu? (Ef svo er hafið þið ekki áhyggjur af brottkasti)

HAHAHAHAHAH ÞÚ ERT BRANDAR KALL SIGURJÓN

Viljið þið miðstýrða fiskveiðistjórn sem stýrt er úr Skúlagötunni?

NÉI ÞESS VEGNA LEGG ÉG TIL SÓKNARMARK

Við þurfum bræðslur, og fiskvinnslustöðvar til að vinna fisk, eiga þeir sem leigja til sín á kostnað núverandi kvótahafa og eiganda fiskvinnslustöðva að yfirtaka þær eða byggja nýjar?

NÚ HVER VILL EKKI REKA STÖÐ. ÆTTLAR ÞETTA FÓLK EKKI AÐ EIGA ÞÁTT Í UTGERÐ EÐA ERTU AÐ SPÁ AÐ ÞESSAR ÚTGERÐIR FARI Á HAUSINN? ÞA´KAUPUM VIÐ ÞÆR AF BÖNKUNUM

Hvað finnst ykkur um þá staðreynd að sjómannafélög víða um land eru uggandi, því halli undan fæti hjá þeim sem þessir menn vinna hjá má reikna með mikilli tekjulækkun og mikilli óáran hjá fjölmörgum, þar sem flestir geri sér grein fyrir því að ekki taka þeir sig til og leigitil sín heimildir, stofni útgerð og fiskvinnslu?

ÁRÓÐUR RUNNIN INDAN RIFJUM þORSTEINS MÁS OG FÉLAGA. EKKERT AÐ ÓTTAST ÉG HEF TRÚ Á ÍSLENSKUM SJÓMÖNNUM EINS OG ÁÐUR ÉG ÞEKKI KRAFTINN Í ÞESSUM MÖNNUM OG VEIT HVERJU ÞEIR GETA ÁORKAР

Á að bæta fólki eignaupptökuna?

HVAÐA KJAFTÆÐI ER Í ÞÉR SIGURJÓN SEFUR ÞÚ EKKI FYRIR ÞESSU?

Bestu kveðjur,

Sigurjón forvitin landkrabbi VONA AÐ ÞÚ SOFIR VEL OG DREYMI UM RÍSANDI SÓL NÝJA ÍSLANDS Á GRÆÐGINNAR SEM SETTI ÞJÓÐINA Á HAUSINN

        Sigurjón Aðalsteinsson        (IP-tala skráð)      1.2.2011

Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2011 kl. 01:28

12 identicon

Gíslí Súrsson...  Vítamín vestfjarða eru frjálsar krókaveiðar, það myndi gjörbreyta öllu.  Sigurður, botna nú vísuna...

Mikill er máttur LíÚ

miljarðamæringum þeir hygla

STEINGRÍMUR, JÓHANNA, SKÖTUHJÚ

LÁTIÐ NÚ HELVÍTIN SIGLA

Ólafur Örn Jónsson... Heyr, heyr.

Að lokum Sigurjon... 

Þú spyrð málefnalega og ég reyni að svara eftir getu í þeim dúr.

1. spurning.

Hvernig er staðan hjá umbjóðendum landssambands smábátaeiganda, þ.e. fleiri hundruð smábátaeiganda sem hljóta jafnvel og umbjóðendur LÍÚ að teljast kvótagreifar, miðað við skilgreiningu ykkar, þ.e. allir kvótahafar?

Hef sjaldan notað þetta hugtak, kvótagreifi, í mínum skrifum og tel það upphrópun sem engumeginmáli skipti.

2. spurning.

Hver var nýliðunin í strandveiðikerfinu?

738 útgerðir stunduðu strandveiðar 2010, um beina nýliðun veit ég ekki.

3. spurning.

Hver er afkoman af strandveiðikerfinu?

6355 tonn í heildina, þar af um 5000 tonn af þorski sem gerir um einn og hálfan milljarð brúttó (miðað við 300 kr/kg af þorski).

4. spurning.

Hvað finnst ykkur um þá staðreynd að byrjað er að braska með báta í strandveiðikerfinu og menn orðnir leiguliðar í þessu dásamlega kerfi?

Illt ef satt er.

5. spurning.

Nú hafa nokkrir sem hafa róið í strandveiðikerfinu viðurkennt að hafa stundað brottkast í strandveiðikerfinu, hvað finnst ykkur um það?

Ömurlegt.

6. spurning.

Í kapphlaupsveiðum eins og strandveiðikerfið býður upp á, er náttúrulega augljóst að kappið við að veiða er á kostnað gæðanna, eins og hefur komið í ljós, hvað finnst ykkur um það?

Mótmæli þessari fullyrðingu og hef einmitt heyrt það gagnstæða, að fiskurinn sé ferskur og óleginn.

7. spurning.

Nú hafa rúmlega 90% af upprunalegum kvótahöfum selt sig út úr greininni, finnst ykkur þá að eigi ekki að ganga á þá aðila, og fá þá til að skila aurunum frekar en að taka eignarnámi kvóta sem keyptur var með löglegum hætti?

Hæpið að 90% kvótans hafi skipt um eigendur.  Unnið er að úttekt um þessi mál og þar kemur í ljós að nafna- og kennitöluskipti útskýri þessa tölu sem alltaf er verið að flagga en hún sé í rauninni nær 30%. Tel viðskipti með aflaheimildir eins og þau hafa verið stunduð ólögleg og vísa í lög um fiskveiðistjórn sem og veðréttarlög.  Tel því eignanam rangnefni á hlut sem keyptur er á markaðstorgi ósamrýmanlegu við landslög.

8. spurning.

Það eru á bilinu 600-700 einstaklingsútgerðir allt í kringum landið sem þá eiga að missa allt út úr höndunum, með tilheyrandi hörmungum fyrir fjölskyldur þessa fólks, það er líka í lagi samkvæmt ykkar mati, eða hvað?

Afturköllun aflaheimilda hefur því miður ekki verið nægjanlega vel útskýrð.  En fái útgerðir tiltekinn tíma til að nýta sinn veiðirétt, 10-20 ár, er engin hætta á kollsteypum.  Engum er akkur í hörmungum en standi útgerðir glórulausar í sínum rekstri á að gilda það sama um þær og annan atvinnurekstur í landinu.

8. spurning.

Hverjum á síðan að leigja allar þessar heimildir?

Hugmyndir gera ráð fyrir að leigja nýtingarréttinn á markaði til tiltekins tíma.  Væntanlega hæstbjóðendum sem verða þá að veiða sinn kvóta sjálfir.  Ítreka þó að ríkisstjórnin þarf að skýra betur hvað hún vill nákvæmlega gera í þessum efnum.

9. spurning.

Hvað á leigja til margra ára í senn?

Menn hafa talað um 5 ár, 10, ár, 20 ár, jafnvel 40 eða 65 ár.  Sjálfur myndi ég vilja halda mig við hámark 10 ár með möguleika á áframhaldi. 

10. spurning.

Hafið þið ekki áhyggjur af því að með skammtímaleigu tapist verðmætir markaðir?

Nei, ekki ef leigutíminn er 5-10 ár.   

11. spurning.

Hvað má leigja mikið í hvert byggðarlag?

Útfærsluatriði sem marka ætti með veiðireynslu.

12. spurning.

Má leigja einungis eina tegund í einu? (Ef svo er hafið þið ekki áhyggjur af brottkasti)

Tel nauðsynlegt að endurmeta kvótasetningu fisktegunda og hætta sklíku þar sem það á við.  Annars ætti að vera opið fyrir leigu á meðaflategundum.

13. spurning.

Viljið þið miðstýrða fiskveiðistjórn sem stýrt er úr Skúlagötunni?

Nei, myndi vilja sjá aðra óháða stofnun, þess vegna fleiri en eina, sem gæfi álit á vistfræði fiskimiðanna.  

14. spurniing.

Við þurfum bræðslur, og fiskvinnslustöðvar til að vinna fisk, eiga þeir sem leigja til sín á kostnað núverandi kvótahafa og eiganda fiskvinnslustöðva að yfirtaka þær eða byggja nýjar?

Ósammála að orða endurúthlutun aflaheimnilda á kostnað einhverra.  Menn ættu frekar að þakka fyrir hve lengi þessi árlega meðgjöf hefur fyrirgengist.   Treystum síðan einkaframtakinu um að leysa úr afurðavinnslunni.

15. spurning.

Hvað finnst ykkur um þá staðreynd að sjómannafélög víða um land eru uggandi, því halli undan fæti hjá þeim sem þessir menn vinna hjá má reikna með mikilli tekjulækkun og mikilli óáran hjá fjölmörgum, þar sem flestir geri sér grein fyrir því að ekki taka þeir sig til og leigji til sín heimildir, stofni útgerð og fiskvinnslu? 

Í fyrsta lagi er landlægt að þeir sem eiga sitt undir öðrum þegi.  Mótmæli tekjulækkun og vinnumissi, fiskurinn í sjónum kærir sig kollóttan um kerfisbreytingar og verður áfram þeim til tekna sem í hann sælast.  Tel að með nýjum straumum munu tekjumöguleikar aukast og það almennt í sjómannastétt.   Vil svo ekki ákveða fyrir aðra hvað skal gera og hvað ekki, held afnám þeirrar einokunar sem nú ríkir um veiðréttinn verði mikið sóknarfæri fyrir allar þær stéttir sem nú vinna grunnvinnu sjávarútvegs.  

16. spurning.

Á að bæta fólki eignaupptökuna?

Mótmæli því að endurúthlutun kvóta með nýjum hætti sé eignaupptaka.  Hversu margir íslendingar ættu þá rétt á bótum ef þetta er skaðabótaskylt?  Svarið er því nei en aðlögun að nýju kerfi hinsvegar sjálfsögð.  

Vona þetta sé nógu skýrt og þakka skemmtilega umræðu,

kveðja, LÁ

Lydurarnason (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 02:36

13 identicon

Bendi á þennan Kompás þátt um fiskveiðikerfið í Færeyjum.  Það er búið að reynast vel.  Takið eftir viðtalinu við Jón Kristjáns fiskifræðing, margt til í því sem hann segir.

http://www.youtube.com/watch?v=WSo1CyGccrI&feature=player_embedded#

Eirikur (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:58

14 identicon

Man vel eftir þessum þætti, Eiríkur, og séð am.k. þrsivar.  En menn sem vernda þrönghagsmuni virða rök að vettugi.

lydurarnason (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband