2.2.2011 | 00:32
FAGNA BER ÞÁ ÞJÓÐIN DETTUR.
Fögnuður sumra þingmanna stjórnarandstöðunnar vegna ógildingar stjórnlagaþingskosninga er sérkennilegur. Augljóslega verður peningasóunin, sem þeir töldu stjórnlagaþing vera, nú enn meiri. Úrskurðurinn raskar lýðrlæðislegu ferli réttkjörinnar ríkisstjórnar og bætir svo sannarlega ekki ímynd okkar út á við. Skiptir svo miklu máli að klekkja á andstæðingnum að hagsmunir þjóðarinnar gleymast? Eða er lýðræðisástin að sliga menn? Er andstaðan við aðkomu fólksins í landinu að eigin stjórnarskrá þá lýðræðisást? Voru dómararáðningar þarsíðustu ríkisstjórnar kannski líka lýðræðisást? Eru einokunartilburðir alþingis varðandi gerð nýrrar stjórnarskrár lýðræðisást? Eru fagnaðarlæti þingmanna vegna þessarar niðurstöðu hæstaréttar lýðræðisást? Þjóðhollur stjórnmálamaður teldi þennan úrskurð hæstaréttar hryggilegan fyrir land sitt og þjóð.
LÁ
Athugasemdir
Lýður,
það er spurning hvort það sé nokkuð lýðræði hér á Íslandi. Ég held ekki.
Alþingi íslendinga er dulbúið þingræði.
Ekkert lýðræði þar.
Kosið er tvennum kosningum til alþingis. Annarsvegar er mönnum stillt upp með prófkjöri og/eða klíkuskap og svo er kosið um þá sem flokkunum (klíkunni) þóknast.
Ekkert lýðræði þar.
Fjölmiðlar eru í höndum örfárra manna sem nánast fara með öll völd. Hver er annars áhrifamáttur fjölmiðla? Ný stjórn RÚV speglar málið.
Ekkert lýðræði þar.
Allir virtust sammála um að Stjórnlagaþing væri besti kosturinn til að koma einhverju lagi á hlutina í sátt og samlyndi. En hvað skeður? Þegar ljóst er hvaða úrvalsfólk hefur valist á þingið þá verður allt vitlaust meðal þeirra sem nytja auðlindir okkar því þeir sjá að frá þeim verður tekið það sem þjóðin á og þeir nýta í eigin þágu og ætla sér að eignast.
Einn ágætur kunningi minn séra Örn Bárður vakti máls á þessu óréttlæti fyrir mörgum árum með smásögu sem hann skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins og hét Íslensk Fjallasala ehf.
Vakti sú saga svo mikla athygli að sjálfur forsætisráðherra, þá Davíð Oddsson, sá ástæðu til að fara fram á það við biskup Íslands að höfundi yrði refsað. Höfundurinn jú var og er prestur.
Þetta var þó aðeins smásaga í léttum dúr. Víst var ádeila í henni en viðbrögð ráðamanna voru nákvæmlega til þess að staðfesta það sem deilt var á.
Svo við snúum aftur að lýðræðinu þá held ég að það finnist alls ekki í okkar stjórnskipan.
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 07:51
Ég hræðist viðbrögð ykkar sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings við ógildingu Hæstaréttar. Þið fengið öll bréf frá Hæstaréttir þar sem ykkur bauðst að koma með athugasemdir t.d. varðandi þá sem myndu dæma í málinu. Ekkert ykkar gerðu athugasemdir við þá ákvörðun. Þegar svo dómur fellur stendur ekki á mörgum ykkar að gera þann dóm tortryggilegan og gangið jafnvel svo langt að fara fram á að ekki veðri haldnar aðrar kosningar heldur verði þið 25 skipuð í stjórnlaganefnd og þannig mætti fara fram hjá annarri kosningu. Útrásaravíkingarnir fóru einmitt hjáleiðir þegar lögin þvældust fyrir þeim.
Í hugum flestra er málið afar einfalt, kjósa skal að nýju með sömu frambjóðendum og buðu sig fram síðast, öllum 523 eða hvað þeir voru margir. Ummæli margra frambjóðanda um hjáleiðir og afslátt á lýðræðinu vekur hjá mér efasemdir að viðkomandi ráði við það verkefni að vinna að stjórnarskrárbreytingum.
Ég hef ekki orðið vör við fögnuð fólks þó mörg ykkar virðast skynja hann, fyrst og fremst hneykslan og hryggð yfir lélegum vinnubrögðum, skipulagi og framkvæmd af hálfu ríkisvaldsins.
Katrín (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:51
Bara spurning um túlkun.
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=460417
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:58
Katrín þetta var ekki dómur hæstaréttar heldur úrskurður (kemur fram í niðurstöðu dómsins).
Því er deginum ljósara að áfrýja má þessari niðurstöðu sem hverri annarri stjórnsýsluframkvæmd.
Hæstiréttur kom ekki fram þarna sem dómstóll.
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 09:08
Ég leyfi mér að hafa meiri trú á orðum forseta lagadeildar HÍ en þínum Guðmundur.
katrin (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 12:38
Það er dapurlegt að hræðast hugsanlegri betri stjórnarskrá fyrir fólkið í landinu. En þetta eru Íslendingar sem telja sig eiga auðlindir landsins því má ekki gleyma.
Sigurður I B Guðmundsson, 2.2.2011 kl. 14:16
Tek undir öll þín orð, Guðmundur Bjarnason, hvert og eitt einasta. Sammála þér, Katrín, að kjörnir og nú ógildir srtjórnklagaþingmenn eigi ekki að tjá sig um hvað gera skuli í framhaldinu. Þessum úrskurði er vitanlega hlítt nema honum verði hnekkt en þá annarra að gera það. Hinsvegar er engin ríkisstofnun hafin yfir gagnrýni, heldur ekki hæstiréttur. Sjálfur hafði ég ekkert við dómendurna að athuga, treysti réttmætu mati og sanngjörnu. Rökstuðningur dómaranna fyrir niðurstöðunni er hinsvegar ekki sannfærandi og með ólíkindum að ógilda þjóðkosningar á svona veikum grunni, ekki lagast það svo þegar tekið er með í reikninginn að þingið er aðeins ráðgefandi. Annað, Katrín, ég er ekki að tala um viðbrögð neinna í pistlinum nema þingmanna og eru fögnin til á mynd þannig að vart þarf að efast um þau. Ennfremur minni ég þig á að skrifa undir fullu nafni. Og þér Sigurður, er ég sammála um að deilan endalausa standi um auðlindirnar og ekkert annað.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:32
Tek heilshugar undir með ykkur Lýður og Guðmundur, mæli þið manna heilastir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2011 kl. 18:52
Ég hef nú ekki orðið var við það að fögnuður sé mikill meðal stjórnarandstæðinga. Pistilhöfundur fyllir þann flokk manna í umræðunni sem hikar ekki við að dreifa staðhæfingum sem þessum. Það virðist allt leyfilegt og sumar athugasemdir á þessu bloggi eru með ólíkindum. Þeir sem deila á úrskurð Hæstaréttar telja sig merkisbera virks lýðræðis en ást þeirra á stjórnlagaþingi blindar þá svo, að þeir sjá ekki lítilsvirðinguna sem kosningarétturinn hefur orðið fyrir.
Stjórnvöld í þessu landi klúðruðu kosningunni og ættu að skammast sín. Merkisberar lýðræðis ættu að beina spjótum sínum að þeim fyrir að fyrir klúðrið.
Kristinn Daníelsson, 2.2.2011 kl. 23:20
Með úrskurði sínum gaf Hæstiréttur fordæmi. Framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings verður aldrei hægt að nota sem fordæmi. Við eða jafnvel börnin okkar eiga etv. eftir að þakka það þegar illa stendur á.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.2.2011 kl. 23:24
Bið forláts að hafa gleymt föðurnafni mínu eins ágætt og það er.
Varðandi rökstuðning Hæstaréttar þá er ég einfaldlega sammála honum. Sjálf vann ég við kosningarnar og ýmislegt þar kom mér kynlegafyrir sjónir. Ég sé eftir því að hafa ekki sjálf kært kosningarnar svo brogaðar voru þær. Skyndilega mátti ekki brjóta kjörseðil saman en hins vegar mátti afhenda kjósanda nýjan seðil ef hann óskaði þess. Það eitt hefði átt að fá mig til að leggja fram kæru en satt að segja fannst mér allt það sem snéri að þessum kosningum meira í ætt við fíflagang en nokkru sinni kosningar.
Að það skuli þurfa nokkrar vikur til að átta sig á næsta skrefi í þessu máli segir mér að forsætisráðherra sækist ekki eftir annarri kosningu og að ástæða hafi ekkert með kostnað að gera.
Varðandi hið meinta ,,fagn" stjórnarandstæðinga á þingi þá hvarflar það nú að mér að það sé nú einungis hugarfóstur niðurlægðrar ríkisstjórnar.
Katrín, 3.2.2011 kl. 00:03
Kristinn, sammála að lítislvirðing kosningaréttarins sé mikil með ógildingunni. Hvað athugasemdir varðar get ég ekki séð annað en hér ríki málfrelsi og engin skoðun bönnuð. Ádeila á úrskurð hæstaréttar er málefnalega á borð borin og önnur sögn staðlaus. Stjórnvöld eiga svo sannarlega sína sök í þessu klúðri en framganga hæstaréttar gerir það að þjóðarböli. En einmitt þetta, Katrín, engin rannsóknarvinna liggur að baki þessari niðurstöðu hæstarétts né vettvangskönnun og rýrir það mjög hans verk. Orð formanns framsóknarflokks og þingmannsins í Bolungarvík eru dæmi um prýðis fögn og verða þeir kumpánar með þessum viðbrögðum hluti af niðurlægingu ríkisstjórnarinnar.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 02:49
Sigurbjörn, sammála þér um flumbrugang í ýmsu í þessum kosningum. Ágallana hefði því átt að átelja en sé ekki sannað að þeir hafi haft áhrif á úrslitin segir a.m.k. mín heilbrigða skynsemi að ekki sé rétt að fara lengra. En nú vantar mig vinnu, er ekki eitthvað laust þarna hjá ykkur í Mjóddinni?
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 02:54
Talaðu við lækningaforstjórann. Mér skilst að það sé æpandi skortur hvarvetna.
Sigurbjörn Sveinsson, 3.2.2011 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.