3.2.2011 | 03:10
HVAÐ FÁ ÞEIR Í STAÐINN?
Fljótt skipast veður í lofti. Þingmeirihluti fyrir icesave. Úps... Hvað gerðist? Sjálfstæðismenn hafa breytt grundvellinum um skuldir óreiðumanna þannig að þær skuli ekki borga nema að einhverju hámarki. Þannig að nú á að ríkisvæða rányrkju einkavæðingarinnar. Spádómar um að ekki væri hægt að ná fram betri samningi, alþjóðasamfélagið yrði vitlaust og markaðir myndu lokast gengu engir eftir. Ennfremur væru viðsemjendur okkar vissir í sinni sök væri málsókn af þeirra hendi löngu hafin, þeir treysta einfaldlega á eftirgjöf þingsins hér heima sem nú er í sjónmáli. Icesavemálið á að fara fyrir dóm nema þjóðaratkvæðagreiðsla ákveði annað. Vona forsetinn sé þessa meðvitaður. Hinsvegar er maður hugsi varðandi skoðanaskipti sjálfstæðismanna.... Hvað fá þeir í staðinn?
LÁ
Athugasemdir
Góðan daginn.
Þetta fá þeir í staðin: http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/1139144/?fb=1
Þeir bæta nokkrum tonnum í byggðakvótann til hagsbóta fyrir nokkra sérútvalda sjálfstæðismenn á landsbyggðinni og smá tilslökun á ufsa inn í strandveiðarnar.
Að öðru leiti verður allt óbreytt nema nú fá þeir samning til 30 ára í stað eins árs.
Þetta vakir fyrir þeim !!!
Níels A. Ársælsson., 3.2.2011 kl. 07:44
Svona gerast hrossakaupin í Þinginu.!!!!!
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.2.2011 kl. 09:21
Þingmennirnir sjálfir, hvað fá þeir???
Undarlegt hve forysta sjálfstæðsflokksins hefur verið hljóðlát sem stjórnarandstöðuflokkur - Nýtt ljós hefur runnið upp eftir gærdaginn, þeir eru kannski ekkert í stjórnarandstöðu!!
Peningavaldið stjórnar pólitíkinni, það segir okkur að sama fólkið mun líka styðja áframhaldandi aðlögunarferli að ESB. Þar er mikil peningahýt fyrir þá sem eru viljugir skósveinar og hugsa bara um eigin hag.
Anna Björg Hjartardóttir, 3.2.2011 kl. 11:04
Mikill er máttur LÍÚ hef ég sagt aftur og aftur og nú kemur það endalega í ljós hve máttur þeirra er ótrúlegur og þvílík ítök LíÚ hefur.
Sigurður I B Guðmundsson, 3.2.2011 kl. 11:10
Þess vegna þurfum við þjóðaratkvæðagreiðslur, svo veiklundaðir þingmenn sleppi við að borðið sé á þá fé
Sigurður Þórðarson, 3.2.2011 kl. 12:24
Sæl, öllsömul. Þetta kemur allt í ljós með vorinu en mikið þurfum við að hugsa okkar gang sem þjóð í næstu alþingiskosningum. Tilgáta aðmírálsins gæti þó verið nærri lagi...
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 14:53
Er hættur að pæla í pólitík. ----- Nú hugsa ég bara um signa grásleppu.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.