4.2.2011 | 10:33
BELGINGUR BÆJARSTJÓRA.
Sautján bæjarstjórar víðsvegar á landinu kveða sér hljóðs og segja svokallaða sáttaleið í sjávarútvegi eina vit fiskveiðistjórnunar, þessa leið eigi að fara tafarlaust til að eyða allri óvissu í sjávarútvegi. Er reyndar sammála að ríkisstjórnin hefur með yfirlýsingum sínum en aðgerðaleysi í kvótamálunum skapað óþarfa óvissu engu til framdráttar, hvorki fylgjendum kvótans né andstæðingum. En yfirlýsing bæjarstjóranna er merkileg fyrir þær sakir að hún sýnir vel samtvinnun hin opinbera valds og óopinbera. Að frambjóðendur sjávarbyggðanna skuli aldrei benda á neinn agnúa í kvótakerfinu sætir stórfurðu miðað við hversu umdeilanlegt það er meðal íbúanna og fólksins í landinu. Að aldrei skuli heyrast pústur í þessu fólki nema kerfinu til stuðnings vekur í ljósi reynslunnar upp stórar spurningar. Stuðningur atvinnulífs við einstaka frambjóðendur er á tíðum augljós á þessum litlu stöðum og hvet ég fólk til að skoða samhengið í því ljósi.
LÁ
Athugasemdir
Þrælsóttinn er að drepa þetta lið.
Þau skrifuðu öll undir gegn betri samvisku.
Níels A. Ársælsson., 4.2.2011 kl. 11:06
Segið mér eitt.! ----- Er þessi samhljómur eðlilegur ? --- Það er é viss um, að þetta er ekki komið frá Jóni Gnarr.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 11:13
Sæll Þórður.
Jón Gnarr var beðin um að skrifa undir en neitaði, eðlilega.
Níels A. Ársælsson., 4.2.2011 kl. 11:16
Ég er sammála þér Lýður nema aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar ég veit ekki betur en Háttvirtur sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnarson frá Bjarnarhöfn sá ágæti maður hafi komið á strandveiðikerfinu tekið úthafsrækjuna frá sægreifunum tala nú ekki um skötuselinn sem gerði allt vitlaust í sjálfstæðisflokknum og LÍÚ og fleiri flokkum en hann hafði stuðning innan ríkisstjórnarinnar um þessar leiðréttingar á kvótakerfinu mér finnst þessi byrjun á að stokka í kerfinu nokkuð góð því enginn hefur viljað eða þorað að hreifa við því vegna hræðslu við LÍÚ síðan þetta arðrán átti sér stað.En alltaf má gera betur ég hef þá trú að Jón Bjarnason eigi eftir að bjarga byggðunum í þessu landi ef honum verður ekki bolað í burtu.
Ólafur R
Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 12:37
Ég var bara svo ánægð með að okkar nýji bæjarstjóri var ekki þarna á meðal, ég veit að H.H. hefði skrifað undir eins og skot.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2011 kl. 13:48
Manni hryllir við þessu liði. Svo rugla menn saman sáttaleið og samningaleið sem er algerlega óútfærð að manni skilst. H.H hefði skrifað þrisvar undir. Nú þarf þessi ríkisstjórn að fara að bretta upp axlirnar eða koma sér frá. Rétt hjá Ólafi, Jón hefur gert ýsislegt gott en samt finnst mér hann ekki nógi afdráttarljós í svörum.
Það er alltof mikið talað og minna gert, eða eins og maðurinn sagði forðum
Sumir mala og mala
minnst þeir hafa að segja
Menn sem mikið tala
mættu stundum þegja.
ég held að þessi vísa sé eftir Jóa Snæ Guðjóns og ef enginn leiðréttir það þá er það þannig.
Óli á ekki að koma á stútung?
Sigurður J Hafberg (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 15:09
smá leiðrétting..ýmislegt ,,afdráttarlaus. er með tvo putta teipaða eftir blakið og því hálfvonlaus á lyklaborðin
Sigurður J Hafberg (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 15:11
Mér finnst kvótakerfið í sjálfu sér gott ef það er þannig að þeir eigi einfaldlega að veiða fiskinn í sjónum samkvæmt ákveðnum reglum sem eiga skip. Bátlausir menn eiga að mínu viti ekki að eiga fisk. En mér finnst eignarréttur almennt allt of flókið mál fyrir greindarvísitölu venjulegs manns. Bóndi getur t.d. gefið mér spildu úr landi sínu og þar get ég gert hvað sem mér sýnist nema stundað súludans. Ég gæti komið í veg fyrir að öll íslenska þjóðin stytti sér leið yfir spilduna mína ef ég væri nógu ótuktarlegur. Öll kerfi virðast þeim annmarka háð að hægt er að bögglast með þau á þann veg að flestum mislíkar framkvæmdin. Og þegar upp er staðið virðist þetta allt snúast um í hvaða vasa peningar renna.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.2.2011 kl. 15:21
Óli POPP.... Jón sýnir vissulega viðleitni en stendur nánast einn. Hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokksins tjá sig um þessi mál né aðhafast að Ólínu Þorvarðardóttur undanskilinni. Hvar eru loforð ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi? Og, Benedikt, varðandi eignaréttinn hafa bændur girt skika sinn af, borið áburð á tún sín og fóðrað skepnurnar. Þeir sjá um sjálfbærni búsins. Á fiskislóð gerir enginn neitt nema náttúran og hugsanlega guð almáttugur. Menn bara kaupa sig inn á leikvanginn, koma, taka og fara. Eignaréttur er að vísu farinn að flögra yfir skilningi venjulegra manna en nú er bara að háfa fuglinn, flokka og skilgreina þannig að þjóðin njóti nú og um alla framtíð. Sammála þér, Ásthildur, nýji bæjarstjórinn var ekki þarna á meðal sem er góðs viti...
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 18:01
Bændur geta ekki gefið skika úr jörðum sínum nema eftir langt ferli í kerfinu. Síðan getur enginn bannað umferð um land sitt nema sýnt sé fram á að umferð valdi landinu skaða.
Árni Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 22:16
Gott að sjá þig hér aftur, Árni, hækkar vísitöluna...
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 23:50
Lýður Árnason við skulum ekki gleyma einu að hæstvirtur ráðherra Jón Bjarnason er að berjast við mesta glæpalíð þessa lands sem er sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ ég vil aðeins seigja að mér finst þú gera ansi lítið úr því sem Hæstvirtur ráðherra Jón Bjarnason hefur gert með sínum breytingum, oftar en ekki hefur verið farið í breytingar á kvótakerfinu og miklu verið lofað um uppstokkun sem alltaf hefur verið í formi byggðakvóta sem bæjarstjórnir hafa svo deilt til flogsfélaga og vildarvina sem síðan hafa oftast selt hann úr brigðunum ég veit um mörg svona dæmi, hæstvirtur ráðherra Jón Bjarnason hefur farið aðra leið í þessu að gera kvótan að ríkiseign eins og hann á að vera mínu mati ég ætla að vona að hann ásamt Ólínu Þorvarðardóttur og sem betur fer eru það fleiri þingmenn sem eru á sama máli og þau að þeim endist baráttuþrek í þessu þjóðþrifa verki og fái fleiri með sér í þetta mikla og erfiða verk. ég hef þá trú og von að þeim takist það. Ef við horfum yfir sviðið frá því kvótakerfið var sett á og þær breytingar sem á því hafa verið gerðar hefur aðeins einum ráðherra tekist eða viljað breyta því að einhverju leiti og það er Hæstvirtur ráðherra Jón Bjarnarson frá Bjarnarhöfn og við skulum ekki gera lítið úr verkum hans........
Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 07:57
Nú hafa lífsgleraugun brugðist, ÓlafurRagnarsson POPP og veðurathugunarmaður í Aldrey. Jón hefur verið gagnlegri en allir fyrirrennarar hans til samans en stendur einn. Félagar hans í ríkisstjórn eru víðs fjarri þegar kemur að meginatriðum og ekki að sjá að það breytist. Hinsvegar þarft þú að fara að koma þér í land.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 11:32
Í mínum bæ hringdu ungir xd drengir í nýja kjósendur og tjáðu þeim að ef þeir kysu ekki sjálfstæðisflokkinn þá legðist bærinn í eyði. Þetta var fyrir síðustu Alþingiskosningar.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.