5.2.2011 | 01:22
ÍSLAND, KRAUMANDI MANNLÍFSPOTTUR.
Daglega les maður um hrunverja sem skildu eftir sig sviðinn akur. Það eru þó ekki fangelsissögur heldur frásagnir af glæsihúsum, nýjum viðskiptaáætlunum eða málssóknum á hendur ríkisins. Þessir sömu aðilar jafnvel taldir vænir fjárfestingarkostir samhliða því að alþingi samþykkir icesave. Menn gleyma viljandi eða óviljandi orsakasamhenginu og hleypa aftur inn í samfélagið sama fúla loftinu. Á vinnumarkaðnum glímir þjóðin við þrönghagsmunahópa og stjórnmálafólki gengur illa að losa sig úr viðjum hagsmunatengsla og samkrulls. Völdin viðhalda sér sjálf. Þess vegna er mjög aðkallandi að fá ómengað fólk hvaðanæva úr þjóðfélaginu, landsbyggðarfólk og þéttbýlinga, háskólakonur og grásleppukarla, presta og pulsugerðarmenn til innspýtingar. Kerfið má ekki leggja ný drög að þjóðarsáttmála því þá verður engu breytt.
LÁ
Athugasemdir
Og Þorsteinn Már Baldvinnsson forstjóri Samherja hf, og tengdir aðilar að kaupa sig inn í MP-banka.
Það skilur engin neitt í því af hverju sá maður er ekki fyrir löngu síðan kominn á Litla-Hraun fyrir fullt og fast ?
Já, já, hann er að kaupa banka skúrkurinn sem setti þjóðfélagið á hausinn og skríllinn hrópar, húrra húrra fyrir þessum snilling.
Níels A. Ársælsson., 5.2.2011 kl. 02:14
Heill og sæll Nilli, minn kæri vinur ! ---- Það væri synd að segja að þú hafir ekki skoðanir á hlutunum. ---- Annars ætla ég að þakka Lýð fyrir frábært blog. --- Fimm stjörnur þar.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 03:33
Sæll Þórður minn og takk fyrir góðar kveðjur.
Hér sérðu það sem ég er að tala um; http://www.vb.is/frett/61043/
Og sjálfur stjórnarformaður Glitnis þarna á ferð.
Níels A. Ársælsson., 5.2.2011 kl. 10:15
Þó skitinn sé er rauðmaginn ekki dauður. Missi menn einn bala er óðum kominn annar. Ný bankabóla er í uppsiglingu og henni stjórna auðvitað menn með reynslu.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 11:38
ÞorsteinnMár Baldvinnsson sagði í viðtali við mbl.is þann 20. febrúar 2008 þegar hann tók við sem nýr stjórnarformaður Glitnis banka.
„Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar eru framundan,"
Allir vita hvernig þau ósköp enduðu.
Hann er sá sem farið hefur fremstur í flokki þeirra sem stútað hafa nánast hverju einu og einasta sjávarþorpi á Íslandi með svikum og undirlægjuhætti !
Hann er sá sem markvisst hefur unnið leynt og ljóst að því að koma andstæðingum kvótakerfisins fyrir kattanef og hnept hundruðir fjölskyldna í þrældóm kvótaleigunnar !
Þetta er sá sem rústað hefur atvinnuháttum, menningu og fjárhag vel flestra sjávarþorpa á Íslandi !
Þetta er sá sem rústað hefur nánast öllum fiskistofnum í lögsögu Íslands með takmarkalausri græðgi með gengdarlausum veiðum á loðnu, síld og kolmunna í flottroll !
Þetta er sá sem látið hefur mölva og brjóta niður skipaflota og fiskvinnslustöðvar um allt ísland og kastað hundruðum tonna af fiskvinnsluvélum og búnaði á ruslahauga !
Þetta er sá sem hefur í aldar fjórðung að áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðana markvist brotið mannréttindi á þúsundum Íslendinga !
Er þá tími óþokkanna liðin eða er úlfurinn búinn að kasta yfir sig sauðagæru ?
Níels A. Ársælsson., 5.2.2011 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.