LÍFSGANGA Á LAUGARDAGSKVELDI.

Af sem áður var að setjast að sumbli á laugardagskvöldum og njóta vinaspjalls og meyja.  Kemur þó fyrir einstaka sinnum.  Nýliðið laugardagskvöld var að vanda arkað með hundinn og fengu heimasæturnar að fljóta með.  Lá leiðin út með Setbergshlíð og inn í Kaldársel.  Göngustuðið var mikið og taldi húsbóndinn 7 kílómetra áður en yfir lauk.  Þó nokkur skilti átöldu lausagöngu hunda en hvuttinn óð sármóðgaður yfir freðmýrarnar og sinnti í engu reglugerðum.    Snarkið í snjónum blandaðist smátt og smátt kyrrðinni og fögur nýsmíði fannar og náttúru fyllti hugann friði og landsást.  Enginn var sími með í för, enginn ljósvaki, hvorki klukkur né tónferjur og engan hittum við lögfræðing.   Aðeins eina raflínu.  Fór ég með stúlkunum yfir sjálfstæðishetjurnar, byrjaði á Jóni Hreggviðssyni og endaði á Unni Brá.  Benti ennfremur á birkið og sagði frá fjalldrapanum.  Mæli eindregið með slíkum lífsgöngum endrum og eins, helst í óljósmenguðu umhverfi þar sem samhljómur sálar og náttúru er hvað tærastur.  Bíngó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrífand lífsganga !!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 20:30

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Snark fótataks í snjó, minnir mig alltaf á senu í kvikmyndinni, Dr. Zivago.

Sólveig Hannesdóttir, 15.2.2011 kl. 16:01

3 identicon

Klassík sú mynd og kominn tími á endursýningu.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband