17.2.2011 | 01:36
RAUNALEG ÞINGSAMKUNDA.
Alþingi íslendinga er í frjálsu falli. Sól þess gjörsamlega kulnuð, þar ríkir skálmöld og vitrænar ákvarðanir fátíðar orðnar. Þessi svokallaða æðsta stofnun lýðveldisins hefur í firringu sinni slitið tengslin við almenning og þjónkar annaðhvort ægivaldi hér heima eða erlendis. Aðkoma fólks að landsmálum er annaðhvort dæmd sem glæpur eins og í málum nímenninganna eða ógilt eins og í tilfelli stjórnlagaþingsins. Alþingismenn aftaka þjóðaratkvæðagreiðslu um risamál eins og icesave og segjast með því vera að axla ábyrgð. Er fólk búið að gleyma fyrri loforðum um valddreifingu og lýðræði? Var samfylkingin ekki einmitt kosin m.a. á þeim forsendum að aðkoma fólks væri tryggð þegar mikið lægi við? Og í ljósi kortlagningar þessarar ríkisstjórnar á icesave hingað til veitir ríkisstjórninni svo sannarlega ekki af aðstoð almennings. Skrum liðsmanna hrunstjórnarinnar gjaldfellir svo þessa raunalegu þingsamkundu enn frekar enda viðhöfðu þeir nákvlæmlega sömu vinnubrögð þegar valdataumarnir voru þeirra. Og gegndarlaus hræðsluáróður gegn dómstólaleiðinni kalla ég evrópuþjónkun, ekki endilega vegna þess að við eigum sigur vísan fyrir dómstólum heldur vegna þess að við, sem sjálfstæð þjóð, eigum að halda til streitu því sem við teljum rétt. Fólkið sem veðjaði á icesave gerði það í gróðaskyni og þeirra að taka afleiðingunum, ekki íslenzkra ríkisborgara. Komi síðan í ljós að lög séu svo broguð að heil þjóð verði sakfelld vegna ræningjagjörninga örfárra er alþjóðasamfélagið illa statt. En hvað sem öllum vangaveltum líður er ólíðandi fyrir íslenzka þjóð að taka á sig þessar byrðar nema hún ákveði það sjálf. Annað er hreinasti yfirgangur og vona ég innilega að forseti vor sé sömu skoðunar.
LÁ
Athugasemdir
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2011 kl. 01:45
Nákvæmlega kjarni málsins punktur
Kári Þór Samúelsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 02:01
Þetta er því miður raunsönn lýsing á þjóðfélagsástandinu. Sorglegt að horfa upp á menn sem segjast vilja efla lýðræðið á hátíðarstundum fara á harðahlaupum undan því þegar á reynir. Takk fyrir þennan pistil Lýður. Við gefumst ekki upp og ætlum áfram að safna undirskriftum á kjosum.is.
Helga Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 09:44
Alþingismennirnir virðast hafa verra minni en amma gamla og eru lygnari en litlu börnin.
Júlíus Valsson, 17.2.2011 kl. 17:38
Nemmilegazt...
Steingrímur Helgason, 17.2.2011 kl. 22:51
Brilliant grein Lýður
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.2.2011 kl. 23:30
Helvíti er þetta gott hjá þér Lýður!
Þórarinn Baldursson, 17.2.2011 kl. 23:36
hittir naglann á höfuðið þarna:
,,ólíðandi fyrir íslenzka þjóð að taka á sig þessar byrðar nema hún ákveði það sjálf. Annað er hreinasti yfirgangur .. "
100% sammála - burt með valdasýki fulltrúa sem eru alltaf fyrst og fremst fulltrúar sjálfs sín og flokksins !
lifum með því sem við ákveðum sjálf, fyrr verður aldrei sátt hér.
göngum okkur til góðs eða ills götuna fram um veg -
í okkar eigin skóm ..
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.