KULNUÐ LÝÐRÆÐISÁST.

Andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave segja að við eigum að treysta lýðræðislega kjörnum fulltrúum til ákvarðanna.  Umboðið sé þeirra og þeir kosnir af þjóðinni.  Gallinn er bara sá að ríkisstjórnarflokkarnir sem nú hafna þjóðaratkvæðagreiðslu sögðu fyrir kjördag vilja sjá aukið lýðræði og aukna aðkomu fólksins að ákvarðanatöku í landinu.  Á þeim grundvelli fékk þetta fólk sitt umboð.  Breytt afstaða nú er því í engra umboði.  Aukinheldur eru þau rök fráleit  að icesave snúist um skattaálögur.  Icesave snýst um grundvallaratriði, þ.e. hvort þjóð eigi að taka á sig skuldir einkaaðila.  Og við losnum ekki við icesave með samþykkt heldur þvert á móti verða þessi leiðindi á okkur fram undir miðja öldina.  Verst þykir mér þó sundrungin  með og á móti þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hvar er eiginlega lýðræðisþroski þessarar eyþjóðar?  Getum við ekki einu sinni sameinast um þjóðarvilja í þessu deilumáli og sætt okkur við niðurstöðuna?  Er lýðræðið  bara hentistefna?  Forsetinn mun að mínum dómi neita undirskrift þessara laga af þeirri einföldu ástæðu að geri hann það ekki verður icesave áfram óútkljáð.  Sátt við breta og holllendinga er góð en sátt hér heima gengur fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Lýður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 10:20

2 identicon

Sammála.

Margrét (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 11:46

3 identicon

Góður pistill og flott greining hjá þér Lýður.

Það er einkennilegt hvað þessari blessuðu/bölvuðu Ríkisstjórn eru mislagðar hendur í því að hverju stór málinu á fætur öðru fara þeir gegn stærstum hluta þjóðarinnar og hafa með framgöngu sinni alið á sundrungu og ósætti í þjóðfélaginu.

Nú virðist þeir líka ætla að klúðra eina stórmálinu sem eftir var þar sem þeir höfðu góðan meirihluta þjóðarinnar með sér. En þá á ég við "fyrningarleið í sjávarútvegi" sem hefði verið stórt skref í að sætta þjóðina og ná einhverju réttlæti fram í sjávar útvegs aðlyndamálinu.

Nei þeir kjósa frekar eftir sátt við LÍÚ og foustu Sjálfstæðisflokksins og þar með áframhaldandi óréttlæti og ósætti við þjóðina og enn meiri svik við kjósendur sína.

Kannski var það verðmiðinn sem forysta Sjálfstæðisflokksins setti upp til að styðja ICESAVE ánauðina.

Össur hefur með klókindum sínum og lymsku kokkað þetta saman því fyrir honum skiptir þjóðarhagur miklu minna máli heldur en sá einbeitti brotavilji hans að vilja troða þjóðinni undir ESB helsið og því varð að koma þessu svona fyrir að þetta ICESAVE mál yrði ekki að þvælast fyrir. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 12:36

4 identicon

Það er borðleggjandi fyrir Ólaf að senda málið í þjóðaratkvæði.

Málið er ekki einu sinni flokkapólitískt lengur eftir að Sjálfstæðið samþykkti málið. (Næstum ekki).

Stjórnin fellur ekki á þessu máli.  Bara þjóðin ef Ólafur skrifar undir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 16:32

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér, Lýður Árnason.

Eyjólfur G Svavarsson, 19.2.2011 kl. 17:28

6 identicon

Hafni forsetinn þessu lagafrumvarpi stendur hann með pálmann í höndunum því samþykki þjóðin icesave verður forsetanum þakkað að hafa fengið til þess þjóðarumboð, verði icesave hafnað verður honum einnig þakkað að hafa gefið þjóðinni tækifæri til andsvars, tækifærið sem alþingi hafnaði.

lydurarnason (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:32

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kjarni málsins í stuttu og skýru máli!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.2.2011 kl. 20:56

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Algerlega samála við verðum að velja!

Sigurður Haraldsson, 19.2.2011 kl. 21:34

9 identicon

Algerlega sammála þér ,,

Kristinn J (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband