MÁLSKOT.

Fjölgandi er þeim þingliðum sem er í nöp við málskotsrétt forsetans.  Jafnvel hörðustu fylgismenn snúist til andlags.   Allt út af bankaránsreikningum þeirra landsbankamanna sem Davíð séról á sínum tíma og þó þeir hafi ekki einu sinni borgað bankann er hugsanlegt að gengið verði til samninga um nýtt gagnaver sem tengist forsprakka þessa sjálfumhverfa hóps.  Við höfum hreinlega ekki efni á öðru segir hægri höndin meðan sú vinstri borgar icesave.  Er furða þó forsetinn vísi boltanum til þjóðarinnar þó vitlaus sé, skiptir ekki máli hvor.  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það sem fáir vita er að stærsti hluti icesav skuldbyndingarinnar snýst í raun um endurfjármögnun erlendra lána yfirskuldsettra útgerðafyrirtækja.

Þetta gerðist þannig:

Ríkisjóður lagði inn 240 milljarða skuldabréf inn í nýja Landsbankann sem nýtt hlutafá.

Nýji Landsbankinn greiddi þrotabúi gamla Landsbankans með skuldabréfinu og leysti þar með til sín allar erlendar skuldir íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja með 70% afslætti.

Fólk fær að vita að eignir gamla Landsbankans dugi líklega að stórum hluta fyrir icesave.

Spurt er: Hver er stærsta einstaka eign gamla Landsbankans ?

Svar: Skuldabréf gefið út af ríkissjóði Íslands að upphæð 240 milljarðar.

Meti svo hver fyrir sig hvort við eigum von á breytingum á kvótakerfinu !!

Níels A. Ársælsson., 24.2.2011 kl. 08:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við eigum við ofurefli að etja, en það er samt von, Davíð sigraði jú Golíat.  Meðalið er samstaða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband