NIÐURSTAÐA STJÓRNLAGANEFNDAR.

Nefnd um stjórnlagaþing skilaði áliti síðdegis og kvað á um beina skipan þeirra 25 sem kjöri náðu í kosningunum sem svo voru ógiltar.  Umboð 25-menninganna verður því ekki þjóðvarið samkvæmt lögum heldur þingvarið samþykki alþingi tillögu nefndarinnar.  Nálgun á upphaflegt markmið væri þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu stjórnlagaþings (nefndar).  Þannig fengi þjóðin að segja sitt um útkomuna.  Vona alþingi sjái þennan flöt og hamli ekki jafn sjálfsögðu ferli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Oft hefur verið reynt að breyta stjórnarskránni. Það hefur ekki tekist einhverra hluta vegna. En þegar breyta á einhverju verður að gera það til betri vegar því að öðrum kosti er betur heima setið en af stað farið. Ég hef lesið stjórnarskrána og átta mig ekki á því hvað þið hafið við hana að athuga sem útheimtir mörg þúsund dagsverk. Ég held að skynsamur maður gæti komist að sæmilegri niðurstöðu um breytingu á stjórnarskrá Íslands á þremur mínútum sléttum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 25.2.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Lýður Árnason

Rétt mælir þú, Benerdikt, sem endranær. En þegar skynsemin birtist 25-falt þá fer þetta í lógaritmíska jöfnu og útkoman verður 2-4 mánuðir.

Lýður Árnason, 26.2.2011 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband