26.2.2011 | 03:08
NEI VIÐ ICESAVE.
Útlistingum varðandi icesave rignir nú yfir landslýð og ágætt að fá yfirlit yfir hugsanlegar útkomur. Já við hinum nýju icesavesamningum þýðir aðgengi að lánamörkuðum, afnám gjaldeyrishafta, þjóð meðal þjóða og vinsemd í garð ESB-aðildar. Nei þýðir lánafrystingu, áfram gjaldeyrishöft, útskúfun alþjóðasamfélagsins og útilokun frá ESB. Já þýðir 69 milljarðar lágmark og hitt fer eftir gengisþróun og endanlegu verðmati á þrotabúi Landsbankans. Nei þýðir hugsanlega 690 milljarðar, takk fyrir. Jæja. Samhliða berast svo fregnir af aðaleigenda þessa sama banka, sem reyndar er enn ógreiddur, vasast sem aðaleigandi lyfjarisans Actavis, rekandi símafyrirtækið NOVA á Íslandi og viðskiptaaðili Verners Holdings gagnavers sem vill ná fótfestu á suðurnesjum. Væri ekki nær að kauði gengist við landráðum sínum og gerði þau upp áður en haldið er lengra. Um þetta snýst iceasave sem og þann öfugsnúning að þjóðin borgi skuldir slíkra manna. Og ekki bara þjóðin heldur þjóðir almennt, hví skyldi nokkur þjóð fórna eigin velferð vegna rányrkju örfárra ómerkinga? Komum alþjóðasamfélaginu í skilning um þetta og þá verður pálminn í okkar höndum hvernig sem fer.
LÁ
Athugasemdir
Já Lýður. Það er ömurlegt að þurfa að segja já. En það er skynsamlegra en að segja nei. Það þarf nefninlega stundum að gera fleira en gott þykir. Og við getum alveg gleymt því braskararnir skili okkur þýfinu aftur. Það þýðir ekki að lemja hausnum við steininn endalaust. Þess vegna segum við já.
Þórir Kjartansson, 26.2.2011 kl. 09:19
Síður vil ég berja hausnum við stein til 2046. Finnst þetta grundvallarspursmál fyrst og fremst og hef þá trú að við vinnum málið á þeim forsendum. Held líka langt í frá að alþjóðasamfélagið sé endilega á sveif með bretum og hollendingum. Pólitísk lausn á að vera sameiginleg áhætta ríkjanna þriggja, ekki bara þess minnsta. Nema af því verður segi ég a.m.k. nei.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 09:31
Heill og sæll Lýður; sem aðrir gestir, þínir !
Um leið; og ég þakka þér fyrir kjarnyrta greinina, fordæmi ég kjark- og þrótt leysi hins ágæta Skaftfellings; Þóris Kjartanssonar.
Greinilegt; að sumir verða skelfdir, með aldrinum, til þess að takast á við hlutina, eins og mönnum sæmir. Þórir er einn þeirra; sem gleyma þeirri staðreynd, að Bretum og Hollendingum væri aldrei stætt á, að sækja að okkur, með laga klækjum, því;; í kjölfar þess, kæmi skæðadrífa lögsókna, af hálfu gamalla nýlendna þeirra sjálfra, þeim á hendur, um víða veröld - það; þyldu þessi gerfi- Evrópsku Konungsríki aldrei, efnahagslega - né siðferðilega.
Við; ég, og einn vina minna, vorum að ræða á dögunum, hversu þrek manna þyrri ört, með aldrinum, þegar á Hólminn er komið, Lýður. Þórir fellur greinilega; í þá djúpu gryfju, sá annars, ágæti drengur.
Gegnir öðru máli; með gutta eins og mig, liðlega fimmtugan - og áðurnefndan vin minn, sem er jú; hálf sextugur, reyndar.
Menn skyldu hyggja að; að betra er að falla með sæmd - fremur en að lifa, sem þræll óprúttinna nýlendu herra, Lýður minn.
Það; sem ég vildi sagt hafa; um svonefndan Actavis ''eiganda'', er óprenthæft með öllu, Lýður;; þér, að segja.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 11:10
„Menn skyldu hyggja að; að betra er að falla með sæmd - fremur en að lifa, sem þræll óprúttinna nýlendu herra“.
Óskar vill taka slaginn með óvissri útkomu. Telur greinilega að allt geti farið á versta veg með dómsmáli - bítur á jaxlinn og vill þá taka því - frjáls til síðasta blóðdropa. Málar skrattann á vegginn og til í að stökkva á hann. Rotast væntanlega ef þetta reynist vera steinveggur.
Þjóðin virðist skv. könnunum ætla að fylgja viturlegum ráðleggingum Ragnars Hall.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2011 kl. 12:58
Komið þið sælir; að nýju !
Hjálmtýr !
Ég hefi fyrir mér; dæmi Haítí búa, sem annarra þeirra, sem gengist hafa undir skuldbindingar nýlenduvelda, á alröngum forsendum, ágæti drengur.
Voru; á aðra öld, að losna undan klyfjum Frakka, eins og við munum - sem nennum og viljum.
Þannig að; þú skyldir ekkert, vera að sproksetja mín varnaðar orð, þar um, né gera gys að, kvikmyndajöfur góður.
Ég hugsa nefnilega, í áratugum - sem öldum, líkt og bræður mínir, Kínverjar, svo ég tel þér hyggilegast, að vera ekkert að skenza mín varnaðar viðhorf, neitt frekar, þar með.
Með; sízt lakari kveðjum, en öðrum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 13:19
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.
Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabú Landsbankans. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.
Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.
Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.
Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.
Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.
Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.
Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.
Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.2.2011 kl. 14:03
Mjög athyglisvert sem þú segir, Friðrik, og nayðsynlegt að þetta komi fram. Það er einmitt mikil mótsögn í málflutningi borgunarsinna að segja þrotabú landsbabnkans muni brúa skuldafenið að mestu en vilja svo ekki hinkra og bíða þess uppgjörs. Í ICESAVE VINNUR TÍMINN MEÐ OKKUR EN EKKI Á MÓTI.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 15:39
Góður pistill, en ég ætlaði samt að segja já...
... þar til ég las innlegg Friðriks. Eftir það vil ég aðeins hugsa málið. (Ég er samt á því að við höfum ekki of góðan málstað að verja, vegna aðgerða neyðarlagaríkisstjórnar okkar. Hún hafi gert það að verkum að við verðum að bíta í þetta eitraða epli.)
Billi bilaði, 26.2.2011 kl. 16:46
þetta mál snýst bara ekkert um þetta.
Snýst um að Ísland standi skil á alþjóðlegum skuldbindingum er það er aðili að í gegnum EEA Agreement og snýr að því að innleitt var með löggjöf að ríki færðu þau réttindi til handa innstæðueigendum, að eiga lgalegan rétt til lágmarksbóta ef á reyndi. Snýst um það. Undir þessum formerkjum stafaði bankinn erlendis á þann hátt er raun varð með fulu samþykki ísl. stjórnvalda og þar til bærra yfirvalda sem innfól ma. að ofangreind lágmarkstrygging væri þar á meðal.
B&H er alveg sjitt sama hvaða hálfviti átti þennan hálvitabanka frá hálfvitalandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2011 kl. 17:13
Friðrik Hansen, áhugamaður um stjórnmál og formaður Norræna íhaldsflokksins, málar ófagra mynd. Mér sýnast kostirnir í hans mati vera að taka áhættuna á að verða borga 1,200ma. með því að segja já og virkja ríkisábyrgð á öllu draslinu - eða hætta á að borga 1,200ma með því að segja nei og fara í stríð við umhverfið og neita að standa við það sem ríkisstjórn Haarde signeraði.
Ég er svo einkennilega innréttaður að ég get ekki séð hvernig hægt er að komast hjá því að borga lágmarksinnistæður þeirra sem áttu fé í íslenskum bönkum - án tillits til staðsetningar bankans og þjóðernis sparifjáreigandans.
Það er mikið talað um hræðsluáróður - mér sýnist að formaður Norræna hægriflokksins sé nokkuð laginn við slíkan áróður.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2011 kl. 18:26
Komið þið sælir, sem fyrr !
Þökkum Friðrik Hansen; fyrir hans athyglisverðu ábendingu.
Hjálmtýr og Ómar Bjarki !
Minni ykkur á; einn ganginn enn, að hvorki ykkur - mér, né öðrum þeim lands mönnum, sem EKKI voru í tygjum, við einka viðskipta svindlarana, í þessu rotna Bankakerfi, bera nokkrar kvaðir til, að hlaupa undir bagga - og allra sízt, í ljósi þess, að stjórnmálamenn, þeirra ára (sem með völdin fóru þá og fara enn/ sem í samtíma okkar), eru jafn hreinræktaðir glæpamenn, og þetta lið, sem enn gengur laust, í boði Jóhönnu og Steingríms og Engeyjar- Bjarna.
Misminni mig ekki; kom upp stórsvindlara mál, í Bankakerfinu, suður í Nígeríu - Sumarið 2009, og höfðu gerendur 1 viku, til þess að leiðrétta sín mál, annarrs biði þeirra dýflissan, enda,....... hervald þar í landi, sem spornað getur við spillingar- og öðrum óhæfuverkum stjórnmálamanna. Man ekki; hverjar lyktir mála urðu þar syðra, en þarna sjáum við eitt dæma, um hvernig tekið er á svona bjöllusauðum, í öðrum löndum - ANNAÐ; EN UPPI ER Á TENINGNUM, hér; heima á Íslandi.
Slíkt hervald; (INNLENT), skortir okkur svo tilfinnanlega, til aðhalds Helvízk um hvítflibbunum og blúndukerlingunum, piltar.
Árétta; að þau Jóhönnu - Steingrím og Engeyjar- Bjarna, ætti að rannsaka, ekki síður en aðra flott ræfla, þessa lands !
Með; ekki lakari kveðjum; en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 19:59
Sæll Billi Bilaði.
Ég er sammála þér að við höfum hræðilegan málstað að verja.
En í svona stöðu er hver sjálfum sér næstur. Ef við samþykkjum ríkisábyrgð og tryggjum lámarks innistæður 20.887 evrur per reikning þá kostar það 630 ma.
Með Icesave samningnum er hliðarsamningur sem kallaður er Pari Passu sem tryggir Bretum og Hollendingum 48% af þrotabúi Landsbanks. Þetta fá þeir af því að þeir tryggðu innistæður yfir þessum 20.887 evrum og segjast hafa greitt út 500 ma. Sjá allt um Pari Passu í umsögn InDefence hér.
Verði neyðarlögunum hnekkt þá verður ekkert um það að ræða að við notum eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Bretum og Hollendingum.
Við verðum þá búin að skrifa undir Icesave og samþykkja ríkisábyrgð á þessum greiðslum.
Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá verður að ganga í vasa skattgreiðenda á Íslandi til að ná í þessar 630 ma. sem það kostar okkur að tryggja lámarksinnistæður og 1.200 ma til að tryggja allar innistæður að fullu en það er einmitt það sem Icesave samningurinn gerir.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.2.2011 kl. 22:16
Lögfræðileg álit varðandi hvoru megin icesave-skuldbindingarnar lenda fyrir dómi eru misvísandi. Reyndar mjög misvísandi. Auðvitað viljum við standa við það sem okkur ber en þegar skuldbinding er vafa undirorpin auðvitað sjálfsagt að leita réttar síns. Vissulega fylgir því áhætta sem sumir okkar eru tilbúnir að taka, aðrir ekki. Sjálfum finnst mér vega þungt ef þrotabú landsbankans verði ekki aðgengilegt sem og að forsprakkar þessa bankaráns blómstri enn óáreittir í viðskiptalífinu. Veigamest eru þó þau rangindi að einkavæða gróða og ríkisvæða tap. Slíkt er lögleysa í mínum huga og getur vart liðist í alþjóðasamfélagi sem kenna sig vill við lýðræði og mannréttindi.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 22:21
Sæll Hjálmtýr
Ég vil leyfa mér að benda þér á þessa pistila hér:
Icesave 3 kostar 25-230 ma. Dómstólaleiðin kostar 0-140 ma.
Versta niðurstaða úr dómsmáli er 200 ma.
Já, ég vel dómstólaleiðina. Það geri ég áhyggjulaust.
Verði neyðarlögunum hnekki falla 1.200 ma. á ríkissjóð.
Ég alveg eins og þú, leikmaður sem er að reyna á átta mig á þessum málum. Og ég skal alveg viðurkenna það að mér líst ekkert á hvert stjórnvöld eru að fara með okkur.
Mér sýnist að það stefni hér í algjört óefni ef við samþykkjum að veita þessa ríkisábyrgð án þess að hafa nokkra vissu hvort neyðarlögin haldi fyrir dómi eða ekki.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.2.2011 kl. 22:26
Friðrik skrifar: „En í svona stöðu er hver sjálfum sér næstur“ og er þó að tala um heila þjóð en ekki staka sparifjáreigendur. Þeir sem leggja fé í banka verða að vera þess fullvissir að lágmarkstrygging gildi fari illa í efnahagsmálum sbr. nýlega reynslu okkar. Ef íslenska ríkið lýsir því yfir að útlendingar séuán lágmarkstryggingar - eins og Friðrik telur nauðsynlegt - og ef þjóðin fellir allar sáttatillögur í Icesave (eins og Friðrik ætlar að gera) þá erum við vissulega sjálfum okkur næst. Eftir Vestmanneyjagosið fór í gang mikil samúðaralda, sérstaklega á Norðurlöndunum, og menn söfnuðu fé í neyðarhjálp. Eftir hrun þá komu Færeyingar strax fram á sjónarsviðið og lánuð Íslendingum fé. Í nýliðnum gosógnum við Eyjafjallajökul stukku menn í bíla og óku á staðinn til að hjálpa bændum. Ég spyr - hvenær er best að vera sjálfum sér næstur í þjóðfélagi nútímans? Og hvað þýðir það í munni Friðriks?
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 10:26
Ósanngjarnt af þér, Hjálmtýr Heiðdal, að túlka orð Friðriks á þann veg að hann hafni samhjálp og/eða samvinnu. Icesave er fjárhagslegt ágreiningsmál, ekki neyðarhjálp neinskonar. ÞÍ slímum tilvikum er eðlilegt að verja hagsmuni eigin þjóðar. Hinsvegar er spurning hvor kosturinn geri það betur, nei eða já.
lydurarnason (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 13:41
Þökk se ykkur fyrir góða pistla Lyður og Friðrik Eg vildi óska að fleirí væru eins þenkjandi eins og þið og hafið verið að upplysa okkur um !Og þetta eru svo Skelfilegir hlutir sem Friðrik sá vandaði og grandvari maður er að benda á að eg bið fólk að hlusta og hugsa !!. Það er meira mark takandi á þvi ,en eg sem bara tala frá hjartanu af skelfilegum ótta um land mitt og þjóð ef þessi Icesave Ófögnuður verður samþykktur og keyrður yfir okkur ...sem Aldrei má ske !!! Og frá öllum hliðum seð ,þá gæti Island aldrei höndlað að borga þetta ,þvi þó við seum rik á margann hátt ,þá ásamt öllu öðru dyggði það ekki lengi ! Og það er sama hvaða leið væri skoðuð .ÞETTA ER SVO ÚTILOKAÐ !!! Og vill einhver i alvöru standa að þvi að eyðileggja sina framtið og annara meira en orðið er ??? Við gerum það um leið og við segjum JA við Icesave .... þá tilheyrir Fagra Island fortiðinni til !!
Ragnhildur H. Johannesdottir (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.