28.2.2011 | 23:40
AFTURHALDSBJÖLLUR KLINGJA.
Hræðsla sumra við nýja stjórnarskrá samda af úrtaki almennings er auðskýrð: Valda- og hagsmunaklíkur vilja síður sjá ókunnuga færa til hluti í herbergjum sínum. Gardínur dregnar frá og birtu hleypt inn, skvett úr næturgagninu og dauni til margra ára hleypt út. Flestum er eiginlegt að forðast breytingar, ekki sízt þeir sem hafa forráð. Allt frá lýðveldisstofnun hafa verið í gangi einhverskonar tilburðir til stjórnarskrárbreytinga og mannréttindakaflinn eina búbótin hingað til. Ákvæði um stjórnskipun, stjórnsýslubreytingar, auðlindir, umhverfi og þjóðaratkvæðagreiðslur eru enn óbreytt eða ekki til. Sömu öfl og fögnuðu ógildingu kosninga til stjórnlagaþings nýverið hafa hamlað breytingum í allan þennan tíma og hamast enn. Alltaf þegar færa á þegnunum aukna aðkomu að stjórn eigin lands klingja þessar afturhaldsbjöllur. Þær vilja sín herbergi í friði og enga röskun þar á. Stjórnlagaþing verður því alltaf ógn í þeirra hugum, ekki þó vegna fánýti né kostnaðar heldur vegna þeirrar augljósu hættu að þjóðin taki nýrri stjórnarskrá fagnandi.
LÁ
Athugasemdir
Stjórnarskrármál eru mörg sem þarfnast endurskoðunar.
Svo heyrir maður söng eins og: þjóðinni er bara alls ekki treystandi.
Aldrei hefur það komið skýrar í ljós en nú eftir hrun hve þjóðin er klofin.
Staðreynd er að alþingi er ekki kosið beinum kosningum heldur eru flokkar með prófkjör eða stilla bókstaflega upp fólki á lista sem síðan eru kjörnir á þing.
Ekkert val er um einstaklinga í kosningum. Þetta er útúrsnúningur á lýðræðinu.
Fólkið vill sína fulltrúa en ekki fulltrúa einhverra flokka. Þá viljum við lýðræði þannig að ákveðin fjöldi fólks geti farið fram þa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur um ákveðin réttlætismál.
Rafrænar kosningar ættu að vera sjálfsagðar.
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 05:09
Sæll, Guðmundur. Úrskurður hæstaréttar varðandi stjórnlagaþingið gerir rafrænum kosningum erfitt fyrir og nánast útilokaðar. Kannski verður bara að ganga í það að ógilda ógildingu kosninguna.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 14:05
Vonast til að sjá góðar niðurstöður. Fækkun þingmanna og að það sem þið voruð flest sammála um komi skýrt fram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 17:49
Kosning til stjórnlagaþings á að fara fram á sömu forsendum og kosningar til Alþingis.Annað er valdníðsla fólks sem hefur troðið sér niður í hnapp á ríkisjötuna kringum 101 R.Vík.Vonandi fer landsbyggðin að vakna og vara sig á þessum afætulýð sem krefst þess að landið verði eitt kjördæmi og að afætulýðurinn geti "kosið" um það hvort heilsugæsla eða læknaþjónusta eigi að vera á Húsavík eða Flateyri, sem afætulýðurinn er nú þegar löngu búinn að hafna.Niður með afætulýðinn og upp með Landsbyggðina.Kjósum sjálf í sveitarfélögunm úti á landi og sínum afætulýðnum hnefann.
Sigurgeir Jónsson, 1.3.2011 kl. 20:39
Rétt er að láta það fylgja með að það fólk sem telur sig hafa verðið "kosið" til stjórnlagaþings tilheyrir að 94% höfuðborgarsvæðinu.Þessi svokölluðu "kjörnu" fulltrúar eiga að sjá sóma sinn í því að koma ekki meira nálægt þessum stjórnlagaþingsskrípaleik
Sigurgeir Jónsson, 1.3.2011 kl. 20:48
Það er sorglegt að tilvonandi grásleppukarl skuli koma nálægt þessum ófögnuði.
Sigurgeir Jónsson, 1.3.2011 kl. 20:53
Æ Sigurgeir eigum við ekki að gefa þessu fólki tækifæri, við getum svo allt að eins gefið skít í niðurstöðuna ef okkur líkar ekki málið, því það mun á endanu fara í þjóðaratkvæðagreiðslu....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 22:23
Þetta er flott blogg hjá þér Lýður og segir sannleikann um ástandið hér. Það eru klíkur í þessu þjóðfélagi sem þykjast rétthærri en aðrir og telja sig sjálfkjörna til að fara með öll mál sem einhverju varða. Þetta er ófremdar ástand og er ég fylgjandi að allt verði gert til að stjórnlagaþingið geti gert sínar tillögur.
Það var sorglegt að sjá hve illa var mætt utan sw hornsins og er því miður ekki við aðra að sakast en þá sem þar búa. Ef fólk vill hafa áhrif og ætlar að vera sátt við lýðræðið verður að fara á kjörstað og kjósa.
Best væri að koma hér á rafrænu kosninga kerfi og væri best að fá Hæstarétt í það mál með tækni fólki. Ætti að vera hægt að leysa slíkt á sama tíma og turista ferðir eru hafnar út í geyminn?
Ólafur Örn Jónsson, 1.3.2011 kl. 22:41
Sigurgeir minn kæri... Slatti af þessum 25-menningum eru landsbyggðarfólk þó lögheimilið sé á suðvesturhorninu. Er samt sammála þér að kosning í einu kjördæmi á landsvísu er landsbyggðinni varasöm. Einnig er aðför að heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar til skammar eins og ég hef reyndar oftsinnis ámálgað hér og annarsstaðar. Samhljómur okkar er miklu meiri en þú lætur uppi, Sigurgeir, og vonandi sérðu það einn góðan veðurdag. Ásthildur, við erum yfirleitt sammála og Ólafi Erni er ég fylgjandi með rafrænu kosningarnar.
lydurarnason (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.