SKIPULAGS- OG FUNDAFÍKN.

Sameingaráform endasendast nú vítt og breitt um þjóðfélagið, hagræðing markmiðið.  Sjúkrastofnanir og menntastofnanir eru nú hver af annari hengdar til þerris og látnar drippa í einn risastóran bala.  Skrímsli sem kallar sig stjórnsýsla stendur að þessum aðgerðum og löngu orðið ljóst að orsök allra þessara sparnaðarráðstafanna er einmitt viðhaldskostnaður þessarar sömu stjórnsýslu.  Íslenskt samfélag rekst ekki á reiknilíkönum, súluritum og uppsetningarforritum heldur fólkinu sem passar börnin okkar, kennir þeim og sinnir feðrum okkar og mæðrum í ellinni.  Allir þessir skipulags- og fundafíklar mega unnvörpum missa sín.  Niðurskurður og einföldun stjórnsýslunnar hefði átt vera verkefni þessarar ríkisstjórnar og borgarstjórnar en ljóst að þau falla næstu valdhöfum í skaut hverjir sem þeir verða.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnin stofnar ábyggilega nefnd um þetta málefni, svo stofnar sú nefnd úrlausnarnefnd og sú nefnd stofnar framkvæmdarnefnd o.s.f.v. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2011 kl. 00:49

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ef maður gæti verið grínsamur myndi ég leggja til að við stofnuðum nýtt tungumál og yrðu fyrstu tvö orðin sameingaráform og framling. Í alvöru talað er ég hins vegar sammála þér eins og stundum áður.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.3.2011 kl. 15:07

3 identicon

Fíkn er sjúkleg ásælni í það sem manni þykir gott. Hver er stjórnvöldum ávöxtur skipulags- og fundafíknar?

Það er tilfinningin um vald og tilfinningin um að spara nóg, svo ekki þurfi að skera niður yfirbygginguna sjálfa.

Eða sé ég þetta rangt?

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 18:23

4 identicon

Held þú sjáir þetta rétt, félagi Bó, svo framarlega að ég geri það sjálfur.

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband