EVRUKRÓNA?

Pæling Lilju Mósesdóttur um nýja krónu eða nafnbreytingu er við fyrstu sýn galin en sé nánar að gáð hugsanlega bara nokkuð snjöll.   Hrein peningaeign landsmanna í krónum yrði endurmetin og kæmi fram.  Möguleiki á tengingu við annan gjaldmiðil væri fyrir hendi og einnig afskurður verðtryggingarinnar.  Fjármagnseigendur yrðu væntanlega fyrir tjóni en er það ekki einmitt hluti af núllstillingu þjóðfélags sem fer á hausinn?  Ofan á þetta bætist svo trúverðugleiki.  Ending hans fer að sjálfsögðu eftir hagstjórninni en höfum við svo miklu að tapa?  Alltént er þessi hugleiðing Lilju þess verð að hún sé gaumgæfð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ný króna er mjög snjöll hugmynd.

Tengja nýja krónu 50% við gull og 50% við heimsmarkaðsverð á þorski.

Skiptum svo á gömlu og nýju krónunni með 50% afalætti við þá sem þora að taka til í hirslum sínum og bílskúrum :=))

Níels A. Ársælsson., 14.3.2011 kl. 08:12

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Lilja hefur  lagt ýmislegt athyglisvert til málanna í sambandi við endurreisnina eftir hrun. Það hefur oft verið gert lítið úr hennar tillögum og helst af þeim sem í raun vilja engar breytingar.  Vilja halda áfram með allt gamla sukkið s.s. kvótakerfið, lífeyrissjóðaóréttlætið og verðtrygginguna. Enginn kjarkur til að gera eitthvað róttækt í að breyta því sem allir sjá að er ótækt en virðist vera ósnertanlegt og óumbreytanlegt. Hélt samt að þetta væri mannanna verk en ekki  náttúrulögmál.

Þórir Kjartansson, 14.3.2011 kl. 08:48

3 identicon

Eignarkönnun er af því góða. ------ Þótt fyrr hefði verið.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 10:27

4 identicon

Lilja, er einhver snjallasti hagfræðingur landsins.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 17:25

5 identicon

Margur vilja Lilju kveðið hafa að því er virðist...

lydurarnason (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband