SÍAMSTVÍBURI ÚTGERÐA OG BANKA.

Tregðan við breytingu á hinu illræmda kvótakerfi markast af þessu:  Bankar þurfa innlán til útlána og arðsemin ræðst af vaxtamismuninum.  M.ö.o. þú borgar hærri vexti en þú færð.  Til að þenja út þessa blöðru kom kvótaframsalið sér vel, bankar tóku veð í aflaheimildum, útgerðarmenn urðu einskonar vildarvinir og mörgum boðið til sætis í bönkunum.   Þessi síamstvíburi stækkaði og þegar hann vó mest var kvótinn metinn þannig að 10 ár þurfti til að fiska fyrir veðinu og þá ekki tekið tillit til rekstrar- né fjármagnskostnaðar.  En trúna var hægt að nota til fjárfestinga annarsstaðar og sú ryksugun skilar nú sjávarútveginum í rúst.  Og þó.  Menn halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.  Síamstvíburinn lifir góðu lífi og nú í formi afskrifta og aflandskróna.  Þó útgerðarburinn skuldi milljarða gengur bankaburinn ekki að honum heldur sjúga báðir sama naflastreng og bíða betri vaxtarskilyrða.  Þennan óskapnað leggja stjórnvöld ekki í og því siglir hér allur efnahagur undir fölsku flaggi.  Við erum að horfa upp á þessa dagana að hagnaður bankanna fer ekki til lausnar á vanda heimilanna heldur í bankafólkið sjálft.  Afskriftir útgerðanna eru sömuleiðis færðar almenningi til borgunar. Það er ljóst að þennan síamstvíbura þarf að skera.
 
LÁ   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Lýður þetta er nákvæmlega það sem "fiskveiðistjórnun" gengur út á í dag. Menn þora ekki að segja frá þessu og taka þennan skell. Þetta hefur að sjálfsögðu verið fyrirsjáanlegt síðan framsalið hófst en menn stóðu í "fjárfestingum" og ekki mátti bregðast við þessu og stoppa þetta. Þess vegna hefur öllum hindrunum verið rutt úr vegi og áhrif framsalsins á banka-hrunið verið talað niður. En þessi veðlausu veð eru ástæða gervi peninganna sem settu alla vitleysuna af stað hér.

 Ástæða þess að ekki er úthlutað aflaheimildum í hlutfalli við afkastagetu þorskstofnsins er að allt er gert til að "verð á kvóta" haldist stöðugt. Ef til dæmis 100 þúsund tonna aukning yrði leyfð eins og núna þegar mikið er af fiski  þá félli verð á kvóta þar sem meira en nóg væri af fiski fyrir flotann. Hvað verður þá um veðin? Þennan leik er búið að leika síðan 1993 og í góðærinu 1995 veit ég að LÍÚ var komin með stjórn á úthlutuðum afla í sínar hendur. 

Þess vegna er besta leiðin að skipta út þessu kerfi núna og taka þennan viðsnúning. Fara í Sóknarmark án gjalds í 5 eða 10 ár meðan útgerðin er að vinna sig út úr þessum óskapnaði og nýir að komast af stað. Að gera ekkert kostar okkur annað "gjaldþrot" því lengra sem líður því stærra. Fletta verður ofan þeim mönnum sem stóðu fyrir þessu og högnuðust mest til að það sé ljóst að þetta var með ráðum gert til að setja vissa aðila í þvílíka valda stöðu að þeir telja sig geta farið geng sjálfu Alþingi með hótunum. 

Ólafur Örn Jónsson, 16.3.2011 kl. 07:19

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála ykkur ..

Og foesetinn fór til Rómar og hafði einn helsta kvótabraskarann með í föruneyti Guðmund í Brimi hf.

Mikið er forsetinn stolltur af vinum sínum í LÍÚ, hann getur ekki án þeirra verið og og lætur aldrei hjá líða að monnta sig af ástarsambandinu.

Níels A. Ársælsson., 16.3.2011 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband