HLÆJA, GRÁTA, HLÆJA, GRÁTA...

Fyrrum sjávarútvegsráðherra og formaður samtaka atvinnulífsins, Einar Kristinn Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson, grenja yfir nýlegu frumvarp um fiskveiðistjórn.  Tek ég þátt í því  Svokallaður uppboðspottur á að tryggja nýliðun og taka yfir 15% heildarafla þegar mest verður.  Hin 85% verða áfram óbreytt nema framsal mjög takmarkað frá því sem nú er.  Ég veit ekki hvernig ríkisstjórn sem hafði það á stefnuskrá sinni að fyrna allar aflaheimildir á 20 árum geti réttlætt þvílíkan bandorm en hitt grunar mig að þeir kumpánar, Einar Kristinn og Vilhjálmur, hlæji dátt á milli látalætanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svona "bútasaumur", eins og er í gangi þarna á kerfi sem heldur ekki vatni og er eins mikil ósátt um og hugsast getur, skilar engu þetta er eins og að pissa í skóinn sinn, það er þokkalegt meðan hlandið er enn volgt en það kólnar og að lokum verður þetta óbærilegt og ef ekki verður gripið til aðgerða strax gæti þurft að taka fótinn af um hné eða jafnvel ofar. Það eina sem getur dugað er að kasta  núverandi kvótakerfi og taka upp nýtt alveg frá grunni.

Jóhann Elíasson, 18.3.2011 kl. 11:44

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað er ég búinn að segja gegnum árin: MIKILL ER MÁTTUR LÍÚ. Þarf ekki að rannsaka þennan mátt?

Sigurður I B Guðmundsson, 18.3.2011 kl. 12:05

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og af hverju grenjarðu.Er það ekki vegna þess að þú heldur að Þjóðnýtingarstjórnin í R.vík muni ekki ræna landsbyggðina þeim staðbundna veiðirétti sem fylgir ströndinni og færa hann til Ríkisins í R.vík.Þessi þjóðnýtingar og ræningjastjórn ætlar að gera alla sjómenn að þrælum ríkisins og það vilt þú líka.Þessi pottaóskapnaður sem ríkisstjórnin er að sjóða saman er aðeins upphafið að þrælaríi allra íslenskra sjómanna.Hvorki þú né ríkisstjórnarómyndin vilja að leiguframsalið verði tekið af.Þið viljið aðeins að það fari til ríkisins og hafið alltaf viljað.Allt ykkar tal um kvótakerfi er aðeins fyrirsláttur.Það stendur ekki til og hefur aldrei staðið til að heildarkvóti yrði afnuminn í einstökum tegundum.Þið eruð loddarar og " Lýð"skrumarar.Kv. frá sjómanni til 50 ára sem lifað hefur nokkur verkföll sem öll hafa verið bönnuð.

Sigurgeir Jónsson, 18.3.2011 kl. 21:57

4 identicon

Enn og aftur minni ég þig á að fara réttu megin fram úr, félagi Sigurgeir.  Varðandi leiguokið vildi ég sjá annarskonar "leigu" og kalla auðlindagjald enda sjálfsagt að nothafi af takmarkaðri auðlind þjóðarinnar greiði fyrir aðganginn.  Vildi sjá helming slíks gjalds fyrirkomið í löndunarhöfn og styrkja þannig sjávarbyggðirnar.  Þú mátt svo kalla þetta lodd og lýðskrum enda vart við öðru að búast eftir 50 ára volk.

lydurarnason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband