ANNAR MYKJUHAUGUR Í UPPSIGLINGU?

Tíðindi dagsins segja margir endalok þessarar ríkisstjórnar.  Auðvitað er það óskhyggja sumra, ekki sízt þeirra sem telja sig umkomna að taka við.  Þessi ríkisstjórn hefur orðið fyrir miklum ágangi, sumpart heimatilbúnum, annað ófyrirséð en líkast mest vegna mykjuhaugsins sem hún tók við.  Sá var ekkert sparð.  Helsta yfirsjón ríkisstjórnarinnar var forgangur ESB og icesave.  Skuldavandi heimilanna, atvinnulífið og spillingin sat eftir.  Miklu harðar átti að ganga fram og strax meðan andinn var til staðar.  Skili þessi innbyrðis sundrung okkur nýrri ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar fyrir árslok er ljóst að þjóðin hefur tapað.  Slíkur sambræðingur mun einungis færa okkur annan mykjuhaug. 

LÁ    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þjóðin hefur þegar tapað Lýður. Þessi ríkisstjórn drap alla von í brjóstum landsmanna strax í upphafi, þegar meiri áhersla var lögð á ESB en að byggja landið upp úr þeirri öskustó sem hún var komin í. Síðan hafa allar athafnir stjórnarinnar miðast að þessu eina takmarki, icesave kröfuna varð að ganga að vegna þess að ESB aðild var í húfi, bankana varð að styrkja, svo við hefðum möguleika á að komast í evrusamstarfið.

Ekkert var hugsað um fjöldskyldur landsins, eða atvinnuuppbyggingu. Enda lítur það grunnhyggna fólk, sem sækist eftir ESB aðild, svo á að öll okkar vandamál leysist við inngöngu þangað, sama hvernig stjórnað er hér heima!

Það má orða hlutina á ýmsan hátt og vissulega má segja að ef mynduð verður stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks væri verið að fara úr öskunni í eldinn, þó vandséð sé hvað geti versnað.

Því er eina rökrétta leiðin nú kosningar, að leifa fólkinu í landinu segja hverja það vill fá til að stjórna því.

Gunnar Heiðarsson, 22.3.2011 kl. 04:13

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála ykkur og það eina með viti núna er að það verði persónubundnar kosningar, Manneskjur kosnar til verkefna en ekki flokkarnir eins og hefur verið og þeir síðan raðað sætum eftir sínum behag...
Fyrir mér þá er ekki að ræða það að Samfylkingin verði áfram, ekki einu sinni í samstarfi...
Samfylkingartíminn er búin og það er leiðinlegt að sjá hvernig einstaklingar einir og sér geta skemmt fyrir öllum flokknum eins og gerst hefur í VG...
Samfylkingarfólk er greinilega vant því að láta teyma sig og segja sér fyrir verkum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.3.2011 kl. 11:40

3 identicon

Í flestu sammála ykkar greiningu og vildi gjarna sjá persónukjör í næstu kosningum.  Það er þó ekki í spilunum og verður ekki komist sjálfstæðisflokkurinn að.  Held því kosningar helst til snemmbærar og vona fleyið haldist á floti eitthvað enn.

lydurarnason (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 17:45

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þarna er einhver misskilningur á ferðinni.Það er ekkert sem bannar það að einhver einstaklingur bjóði sig fram til Alþingis.Hann þarf aðeins að hafa varamenn og meðmælendur.Hann getur haft samráð við aðra frambjóðendur í öðrum kjördæmum um listabókstaf til að atkvæði nýtist betur.Ef fólk vill taka upp einmenningskjördæmi með meirihlutakosningu og enga uppbótarþingmenn þarf að breyta stjórnarskrá.En í sjálfu sér er þetta ekki flókið.Það er hrunliðið á höfuðborgarsvæðinu með fígúru sem borgarstjóra og eitthvað þaðan af verra sem forsætisráðherra, sem vill hrifsa til sín öll völd, sem reynir að gera þetta flókið.Landsbyggðin lifi.

Sigurgeir Jónsson, 22.3.2011 kl. 21:10

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég hef skrifað um þessa yfirsjón ríkisstjórnarinnar að setja Icesave og E.S.B. í forgang. Það gengur ekki allt eftir sem maður óskar,en lengstra orða bið ég þess að Samfylking og Sjálfsstæðis-neðripartur,myndi ekki stjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2011 kl. 21:21

6 identicon

Þarna hittir Sigurgeir naglann á höfuðið eins og svo oft áður, í raun getur hvaða persóna sem er boðið fram án þess að tilheyra sérstökum flokki.  Slík framboð hafa hinsvegar einatt verið klofningsframboð úr flokkum vegna óánægju.  Landsbyggðin þarf að sækja fram og öðlast meiri sjálfsstjórn á sínum málum, losna undan miðstýrinmgarvaldinu í Reykjavík.  Sammála þér, Helga, tel samstjórn S-flokkanna ekki fýsilegan kost.

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband