23.3.2011 | 00:34
LÖGBANN Á LJÓSIÐ.
Landsbankinn fékk lögbann á umfjöllun DV um eigin skriftafrágang. DV hyggst hundsa úrskurðinn og segist ekki taka þátt í leyndarhyggju fjármálafyrirtækja á Íslandi. Enda óðum að koma í ljós að undir bankarústunum þrífst líf sem grundvallast á sömu næringunni og fyrir hrun: Græðgi. Meindýraáætlun ríkisstjórnarinnar hefur hvergi nærri reynst nógu kröftug og nú er plágan að leggja grunn að nýjum faraldri. Fjármagnseigendur og málpípur þeirra þjarma dyggilega að sundraðri ríkisstjórn og eins og búsáhaldabyltingin kom þeirra sjónarmiðum frá munu þessir aðilar koma umbótinni fyrir kattarnef. Nema eitthvað verði að gert. Því fagna ég þessari afstöðu DV-manna og vona þeir bugist ekki.
LÁ
Athugasemdir
Sammála þér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2011 kl. 00:57
Já það er eins gott að fylgjast náið með þessu máli og svo að láta til sín taka ef þetta verður knúið í gegn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2011 kl. 09:10
Það var aldrei nein meindýraáætlun, það er hins vegar "sópa undir teppið" áætlun sem keyrt er eftir í stjórnarráðinu.
Jónas Pétur Hreinsson, 23.3.2011 kl. 13:16
Þetta endaði allavega eins og "sópa undir teppið" áætlun...
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.