30.3.2011 | 10:37
UGGINN ENN Á SVEIMI.
Nýtt frumvarp um sjávarútvegsmál bíður til hausts. Þá verða rúm tvö ár síðan þessi ríkisstjórn tók við með rauðglóandi loforð þjóðinni til handa að taka loks til í kvótamálunum. Samtök atvinnulífsins hafa sýnt tennurnar í kjaraviðræðum undanfarið og flaggað óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi sem skilyrði. Fjármálaráðherra segir þetta ekki tengjast og sjávarútvegsráðherra flýr til útlanda til að tryggja engan framgang. Enn ræður samkrull stjórnmálamanna og atvinnulífs gangverki þjóðlífsins, sami tvíhöfðinn og hrunskýrslurnar vöruðu svo við. Uggi sama hákarls stendur upp úr þegar kemur að starfsemi banka og lífeyrissjóða. Meira að segja samþykkt icesave er ekkert annað en skjaldborg utan um óábyrgt atvinnulíf. Sömuleiðis lúxusverk eins og háskólaspítali og músikhús. Allt eru þetta merkisberar hrunpólitíkur sem skefur undan ábyrgu atvinnulífi og almannaheill. Þegar enginn ráðamaður gerir það til atvinnusköpunar sem blasir við hjá fiskveiðiþjóð er eitthvað að.
LÁ
Athugasemdir
Já þakka þér Lýður þetta er að skýrast betur og betur hvernig valdamenn freista þess nú að ná undirtökum í öllu stjórnkerfi landsins. Þessi hópur manna vílar ekki fyrir sér að nota afkomu fólks til að ná fram kröfum sínum um meiri völd og meiri gróða á kostnað annarra þjóðfélags þegna. Þegar SA eru komin á svona lágt plan þarf þjóðin að fara að vara sig. Það er eitt að kljást við samingaborðið og annað ef annar aðilinn ætlar sér að taka öll völd í landinu í sínar hendur með hótunum.
Nú á meðan Icesave á hug þjóðarinnar allan á að freista þess að þvinga Ríkisstjórnina til að gera "ásættanlega" lausn á Kvótakerfinu. Þjóðin þarf að átta sig á að það eru margfalt meiri hagsmunir fyrir okkur að hér verði lagt af þetta kvótakerfi og tekið upp Sóknarmark. Ekki einatt munu þjóðartekjur stór aukast heldur munu peningar flæða víðar í gegnum fleiri hendur og skapa hagvöxt fólksins um allt land.
Ólafur Örn Jónsson, 30.3.2011 kl. 11:47
Sjómenn hljóta að eiga rétt á kjarasamningum.Til þess sjómannasamtökin geti gert kjarakröfur þurfa viðsemjendur þeirra að vita hver framtíðin verður í atvinnurekstrinum.Sömleiðis fiskverkafólk.Þetta er nú ekki flóknara en það.Það segir sig sjálft að allir kjarasamningar eru í uppnámi, þar meðtalið aflahlutdeildarkerfi sjómanna, þar til áform ríkisstjórnarinnar liggja fyrir.Sem betur fer er ekki annað sjáanlegt en að samtök sjómanna átti sig á þessu.Ef ríkisstjórninni tekst ætlunarverk sitt um þjóðnýtingu veiðiréttarins, þá þýðir það ekkert annað en hrun á kjörum sjómanna og fiskverkafókls og eyðingu Landsbyggðar
Sigurgeir Jónsson, 30.3.2011 kl. 21:19
Ég tek mér bessaleyfi að fá að vara þessum furðulegu yfirlýsingum þínum sem eiga við eingin rök að styðjast. Þú hlýtur að hafa farið í gegnum heilaþvottastöð Þorsteins Má
Aflahlutdeilarkerfi sjómanna er ekkert í hættu og enginn hefur sagt að hætta eigi að veiða fisk og ef við berum gæfu til að breyta hér yfir í Sóknarmark þá stór aukast laun sjómanna.
Það stendur ekkert til að "þjóðnýta" veiðiréttinn bara að taka framsalið af og afnema veðin sem búin eru að setja þjóðina einu sinni á hausinn og samt skuldar útgerðin milljarða. Eina hætta sjómanna er að þetta kerfi haldi áfram og útgerðin verði endanlega gjaldþrota eins og stefnir í núna. Útgerðin skuldar500 milljarða!
Kjör sjómanna geta bara batnað ef við komust út úr þessu kvótarugli. Eða eru skipverjar á leigukvóta skipum ekki sjómenn. Fá 1/3 hlut út úr leigðum kvóta.
Eyðing byggða?? Hvernig getur þú fengið af þér að fara með svona fleipur. Núverandi kvótakerfi er að eyða byggð á Vestfjörðum. Ekki veit ég hversu gamall þú ert en í sóknarmarki var mikil uppbygging á Vestfjörðum og voru Vestfirskir sjómenn og fiskverka fólks með því hæsilaunaða á landsvísu.
Þú hefur eflaust prikað þig hjá útgerðinni með þessu framlagi þínu en það er eina sem kemur út úr svona málflutningi.
Ólafur Örn Jónsson, 30.3.2011 kl. 21:39
Sælir báðir. Við Ólafur erum sem eitt í málefnum sjávarútvegsins. Sigurgeir er enn á lensinu en mun taka vind fyrr en varir. Hefur mjög stillst í sinni gagnrýni og óðum að ná áttum.
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.