JÁ OG HÖLDUM ÞESSU ÁFRAM...

Jáfólk við icesave segist vilja halda áfram.  Ég vil það reyndar líka en segi þó nei.  Með neitun hafna ég alfarið ríkisvæðingu taps á einkarekstri.  Ég hafna ábyrgðarlausu athafnafrelsi og ég hafna kennitöluflótta.  Gerendur í þessu máli sprikla enn á skotpöllum viðskiptanna og með því að taka ábyrgð á rányrkju þeirra er verið að leggja grunn að nýju geimskoti.  Já og nei fólk icesave er yfirleitt sammála um vafa svokallaðra skuldbindinga en skiptast í tvennt þegar kemur að áhættunni af dómsmáli.  Sigur yrði vissulega upphefð en ósigur baráttunnar virði.   Hvað sem líður óvissu í dómsmáli fæ ég með engu móti séð hvers vegna alþjóðasamfélag sem kennir sig við lýðræði og siðvæðingu ætti að hafa á móti því að þjóð sæki rétt sinn?  Slíkt þýðir ekki að hafna ábyrgð heldur einungis að fá úr því skorið hvort hún sé fyrir hendi og hvar hún liggi.  Þessa fýsir mig að vita og tel eina vitræna framhaldið í málinu.  Hitt, að gangast við sök annarra, er ekkert annað en dómsátt þar sem siðferði er skipt út fyrir peninga, bergmál þess sem kom hér öllu í koll.  En það er kannski þetta sem jáfólk á við þegar það segist vilja halda áfram...

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála NEI er höfnun á þjóðnýtingu einkaskulda...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2011 kl. 01:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALgjörlega sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 10:03

3 identicon

þú veist hvað þetta snýst einna helst um, Lýður:

ekki styggja umsóknina um ESB

Hc (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:03

4 identicon

Rétt Hc, það spilar sterkt inn í hjá mörgum.

lydurarnason (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 13:05

5 Smámynd: Dagný

Sammála.

Dagný, 31.3.2011 kl. 21:20

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vel mælt. Deili þessu á fésinu.

Villi Asgeirsson, 31.3.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband