NIÐURTALNINGIN ER HAFIN.

Eins gott að kosningum um icesave ljúki senn.  Framámenn og skríbentar keppast nú hver af öðrum að lýsa yfir í hvorn vænginn þeir stíga og öll málefnanleg umræða fokin út í veður og vind.   Vinstri grænir farnir í hár saman og sjallarnir klofnir, allt leikur á reiðiskjálfi.  Einna dapurlegast er að sú mikilhæfa virðingarkona, Vigdís Finnbogadóttir, tekur þátt í þessum leik.  Betur væri að hún hefði látið slíkt vera og gefið þjóð sinni frið í þessu erfiða vali.  Ég vil þó fordæma ýmis ljót orð sem um hana hafa fallið vegna þessa, læt nægja að segja þetta dapurlegt.  Sjálfur er ég á öndverðum meiði við fyrrum forseta vorn og tel samþykkt icesave innibera rangan boðskap til framtíðar.  En hvað svo sem verður ofan á á morgun verðum við að halda ró okkar og sameinast í því sem framundan er.  Jörðin heldur áfram að snúast, að því leyti eru jáin og nein jafngild.  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er sammála þér, Lýður, að framkoma frú Vigdísar Finnbogadóttur er dapurleg, en hún hefur áður látið undan utanaðkomandi þrýstingi ! Í báðum tilvikum vildi hún halda friðinn, því að hún er í eðli sínu friðsöm manneskja ? Ekki orð meira um það !

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.4.2011 kl. 14:19

2 identicon

Nú er ég svo aldeilis hissa. Þér finnst dapurlegt að fyrrum forseti Vigdís Finnbogadóttir fái að tjá sinn hug til mikilvægra mála sem snerta þjóðina. Það kemur mér á óvart að stjórnlagaþingsmaðurinn skuli telja að sumir eigi ekki að fá að látqa skoanir sínar í ljós.

 Ég hef fylgst með skrifum þínum  um hin ýmsu mál og hrifist mjög af. Þó hefur þú ekki getað sannfært mig um að segja nei við þessum samningum. Mig langar þó að spyrja þig hvort rétt væri að leggja bann við eða mælast til að fyrrum forsetar tjái sig ekki um þjófélgasmál svo sem landið, umhverfið ,tunguna og sv.frv. Ættu prestar kanski ekki að tjá sig um sveitarstjórnarmál.

Mér finnst ákaflega leiðinlegt hvernig þú Guðmundur Jónas, Guðm Franklín og fl persónugerið þetta deilumál, kallið þá landráðmenn og hvaðeina. Ég veit að þú skrifaðir þetta um vigdís í hita leiksins og átt eftir að biðjast afsökunar á því. Sjáumst svo í bílskúrnum um helgina

kv sig haf

siigurður J Hafberg (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 20:49

3 Smámynd: Lýður Árnason

Kæri vinur og félagi.  í fyrsta lagi hef ég aldrei kallað neinn landráðamann þó ég hafi fært landráð í tal.   Mér finnst einungis dapurlegt að virðingarkona eins og Vigdís skuli fara með skoðun sína í fjölmiðla á svo eldfimu máli augljóslega til skoðanamyndunar.   Hún er fyrrum þjóðhöfðingi og sameingartákn og í ljósi þess hefði mér þótt hyggilegra að sleppa þessu útspili.   Mitt orð um þetta er dapurlegt og flokkast vart með níði.  Getum ekki einu sinni verið sammála bílskúrinn því hann er þar næstu helgi.

Lýður Árnason, 9.4.2011 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband