9.4.2011 | 17:19
KOSNINGADAGUR.
Eins og kosningadögum sæmir er spenna í lofti. Fólk á þönum og kraðak á kjörstað. Svona í lok kosningabaráttunnar má ljóst vera að meginlínunnar tengjast mjög afstöðu fólks til ESB. Held flestir séu sammála um að óábyrgu fjármálalífi skal hafna en himinn og haf aðskilur hvað varðar lög og hagsmunamat. Þar hefur boltinn flogið stanga á milli og fólk unnvörpum gripið boltann samkvæmt sýn sinni á ESB. Hvort bjargráð hins laskaða lýðveldis sé fólgið í inngöngu í þetta ríkjabandalag er næsti ásteytingarsteinn en úrslit dagsins munu þoka honum áleiðis, já, nær ESB, nei, fjær ESB. En flísin mun ekki hverfa, það gerist einungis með bættum lífskjörum.
LÁ
Athugasemdir
Hvurn andskotann hefur ESB með þetta að gera? Mér sýnist Nei-liðið m.a. vera margt af því annars ágæta fólki sem byggir allt sitt á auðlindunum í hafinu í kringum landið. Í stað þess að tryggja að þær verði í þeirra höndum hefur það um langt árabil eftirlátið fábjánum um sín mál. Þetta getur bara farið á einn veg: illa...
Gigtveiki bassafanturinn (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 21:51
Nei við icesave hjálpar ekki til í samskiptum okkar við brezka og hollenzka stjórnsýslu og bæði fyrirbærin eru vel hreiðruð í evrópusambandinu. Þess vegna er evrópuþjónkun í jáinu, varla er það vegna þráar að borga bankaræningjum. Rétt, elskan, að margir neiarar hafa haldið á sjóræningjafána en ekki ástin þín eina. Þetta fer því allt vel.
LÁ
Lýður Árnason, 9.4.2011 kl. 22:28
Komdu með það: "Lífeyrissjóðirnir koma okkur út úr vandanum. Með krónunum okkar - þurfum ekki að nota lánsfé að utan." Brandarahagfræði. Lífeyrissjóðirnir eiga íslenskar krónur - malbik, olía og vélar kosta dolares ekki íslenskar krónur. Það er ákveðinn tregi til að kaupa þessar krónur - á skaplegu gengi. Við erum fucked....
Þunglyndur og gigtsjúkur ræfill úr Hlíðunum (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.